Hættum Schengen þátttöku

Svar dómsmálaráðherra er villandi því ekki er gert ráð fyrir að viðhalda samstarfi við aðildarríkin í formi upplýsingagjafar, né er tekin með í reikninginn tjónið og skemmdirnar vegna glæpalýðsins sem hingað hefur flætt og flutt út þýfi í gámavís.
Það er nóg til að brotafólki hér á landi nú þegar og við þurfum ekki aðstoð brotamanna erlendis frá eins og yfirfull fangelsi landsins vitna um.
Að auðvelda erlendum skipulögðum glæpasamtökum að ná fótfestu hérlendis er glapræði sem mun hefna sýn grimmilega í formi aukinnar fíkniefnaneyslu ungs fólks sem mun grípa til vændis og annarra afbrota til að fjármagna neysluna.
Að nánast galopna landamæri á sama tíma og löggæsla er skorin niður er glapræði.
Ísland er ein af fáum löndum heimsins þar sem hægt er að tryggja öryggi án mikils tilkostnaðar vegna staðsetningar landsins í miðju Atlantshafinu.
Er ekki nær að byggja hér upp öruggt, hlutlaust svæði utan bandalaga svo deiluaðilar heimsins hafi kost á griðastað til að leita leiða til sátta.

Schengen hefur reynst vera okkur til bölvunar, bökkum út áður en það er of seint.


mbl.is Landamæraeftirlit ekki til bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

undrar að ekki fleiri skuli "blogga" um þetta mál hér og nú - annars er ég sammála þér Þorsteinn - bakka út á meðan hægt er

Jón Snæbjörnsson, 23.2.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband