Að þétta raðirnar

Steingrímur og Jóhanna hafa talað um að þétta raðirnar, er verið að tala um að ráðast á einstaklinga til að þagga niður í þeim og vinna svo bakvið luktar dyr.

Það hefur verið lengi siður á Íslandi að ráðast á einstaklinga í stað þess að taka á málefnum og þegar lömbin þagna hefur það verið verið talið merki um almenna ánægju í samfélaginu, þessi gamla óttastjórnun hefur virkað í áratugi en það eru breyttir tímar í stjórnun og lykillinn að árangri er samráðsstjórnun en ekki afturhvarf til stjórnunarstíls Stalíns.

Verkefni Jóhönnu og Steingríms er gríðarlega erfitt og krefjandi en þau buðu sig fram til starfans sjálfviljug og lofuðu um efni fram, þeim er því engin vorkunn.

Frambjóðendur til Alþingis bjóða sig fram til starfa sem þátttakendur í mótun laga og eiga að starfa á Alþingi við mótun lagaumhverfis þjóðarinnar, en þeir eru varla komnir inn á Alþingi þegar þeir hafa raðað sér í störf framkvæmdavaldsins og eru farnir að taka fram fyrir hendur eða sinna daglegum störfum embættismanna framkvæmdavaldsins, og farnir að þagga niður í samflokksfólki eða nota það sem peð til að samþykkja vilja framkvæmdavalds.

Fyrir mér eru 3 lykilatriði sem þarf að framkvæma sem fyrst:

Það verður að aðskilja löggjafann og framkvæmdavaldið betur.

Það verður að ráða ráðherra sem starfsmenn samkvæmt hæfnismati, en ekki setja bara einhvern sem ráðherra vegna pólitískrar rétthugsunar viðkomandi.

Það þarf að keyra í gegn persónukjör til að losna undan flokksvaldinu sem hefur nánast breyst í hagsmuna mafíur.


mbl.is Þreyttur á þessu kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband