Fyrirmyndar ráðherra eða ráðafrú

Það er greinilegur munur á því að ráða fagmanneskju til starfa sem ráðherra eða sitja uppi með flokksgæðinga sem eru settir sem ráðherrar vegna pólitískra hrossakaupa og eru jafnvel með nánast enga sérþekkingu á viðkomandi sviði.

Það á að aðskilja löggjafavald og framkvæmavald miklu betur og ég sé ekki hversvegna frambjóðendur til alþingis eigi að raðast í ráðherraembætti og önnur störf sem eiga að vera nánast alfarið hjá framkvæmdarvaldi.

Alþingi á að vera þverskurður þjóðarinnar og að sinna lagagerð en ráðherrar ættu að vera fagfólk sem situr fyrir svörum á alþingi ef þing boðar ráðherra þangað, annars á þetta fólk að sinna rekstri samfélagsins í samræmi við þær reglur sem alþingi þeim setur til að fara eftir.

Ragna Árnadóttir er greinilega með rökhugsunina í lagi og sinnir sýnu starfi en er ekki í endalausri hagsmunagæslu fyrir flokkinn.

Hún er að gera líklega meira á hverjum mánuði en Fyrri dómsmálaráðherra gerði á ári hverju og kann að forgangsraða verkefnum í stað þess að einbeita sér að hermannaleik.

Dómsmálaráðherra á hrós skilið þrátt fyrir að hafa lent í þessum félagsskap.


mbl.is Aðskilnaður lögreglu og sýslumanna fyrsta verk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tek undir það,Ragna Árnadóttir ber af öðrum ráðherrum,hún reynir að gera gott úr hlutunum,þó aðstæður sé ekki eins best væri kosið.

Ég teldi að ef hún hefði meira úr að spila,væri vel haldið að lögreglu,landhelgisgæslu og rétti þjóðarinnar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.3.2010 kl. 16:50

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Lilja Mósesdóttir sagði í útvarpsþætti,að laun skilanefndar í höndum dómsmálaráðherra.Þetta þykir mér skrítið,en ef það er rétt,skora ég á Rögnu að skoða þetta,og þann þátt hvort þær teljast launa sinna virði,miðað við ósamvinnuþýðni þeirra.

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.3.2010 kl. 20:10

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

gaman að sjá að karlmenn taka eftir því sem konur gera vel- það hefur stundum verið erfitt að láta þær koma sínum málum áfram.

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.3.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er svarin andstæðingur þess að flokka fólk eftir kynfærum, fyrir mér er slíkt ekkert nema andstyggilegur rasismi byggður á kynfærum í stað hörundslitar.

Einstaklingur sem vinnur gott starf á hrós skilið.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.3.2010 kl. 13:19

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi lúmska ábending Lilju Mósesdóttur er allrar athygli verð. Því miður verð ég víst að játa að ég er enginn sérstakur aðdáandi Rögnu en er þrátt fyrir það nokkuð viss um að hún er heiðarlegur og vandaður embættismaður. En það þarf bara meira til á tímum sem þessum.

Og það er nefnilega þessi svefndrungi varðandi störf skilanefnda og ráðninga í lykilstörf nýju bankanna sem mér finnst ekki ástæða til að tengja við nein lofsyrði um það stjórnvald sem á því sýnist bera ábyrgð.

Og síðan að hrunskýrslunni ógurlegu sem miklar væntingar beinast nú til! Tengist hún ekki væntingum einhverra um upphaf á uppgjöri við meinta og nú blátt áfram ærulausa einstaklinga sem skipta tugum í það minnsta?

Þegar ég horfi til allrar holtaþokunnar og ráðaleysis dómkerfisins í margnefndu Baugsmáli sem ennþá er ekki fullnustað þá verður mér á að spyrja:

Hvaða dómstólar eiga að taka við ákærum sem tengjast hruninu?

Gæti verið ástæða til að fara nú að undirbúa það verkefni?

Tæpast er það ætlað mér og Magnúsi heitnum á Vöglum og Árna sáluga í Hólkoti að sjá um þá vinnu alla!

Þó er eins og mig sé bara farið að gruna það.

Árni Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband