Seint um rass gripið

Það er gott að skoða málið vel og gaumgæfilega, svona mánuðum eftir að þúsundir eru fluttar úr landi og hundruð eigna er búið að bjóða upp.

Þetta er svona svipað og taka upp þann sið að kryfja sjúklinga eingöngu en ekki hjálpa fólki fyrir andlátið.

Mikil er stjórnviskan og viðbrögðin á hraða eldingar, eða hvað.


mbl.is Rannsókn á skuldastöðu heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þeir byrjuðu á að slá skjaldborg um fjármagnseigendur og útrásarvíkingana, núna er búið að afskrifa flest öll kúlulánin og afskrifa yfir 1000 milljarða hjá þeim og kúlulánsþegar komnir í fínar stöður í þessum nýju bönkum. Núna á að snúa sé að almenningi og svo er sagt "því miður þá er ekkert hægt að afskrifa, það myndi setja bankana á hausinn" þessi ríkisstjórn byrjaði a þveröfugum enda.

Sævar Einarsson, 23.3.2010 kl. 23:52

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mér finnst thetta nú líkjast thví meira ad skjóta bara sjúklinginn strax. Kanna sídan einu og hálfu ári sídar, hvort haegt hefdi verid ad spara kúluna.

Halldór Egill Guðnason, 28.3.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband