Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Ábyrgð sveitarstjórnarmanna og kvenna
Hvað segja lög um ábyrgð sveitarstjórnamanna og kvenna sem sett hafa heilu sveitarfélöginn á hausinn eins og Álftanes er nýlegt dæmi um.
Hver er lagaleg ábyrgðin og hver sækir þetta fólk til saka eða ákærir, hver er refsingin fyrir að sólunda næstu áratugum íbúana sem oftast enda sem fangar í ill seljanlegum fasteignum sýnum ef sveitarsjóður er keyrður á kaf í skuldir eða þrot.
Ber þetta fólk hina pólitísku ábyrgð eingöngu eða eru þyngri refsingar við afglöpum kjörinna fulltrúa, við vitum öll að þessi pólitíska ábyrgð er prump úr ræðustól á tyllidögum og ekki annað en sýndar bull.
Kjósendur ættu að hugsa sinn gang vel fyrir komandi kosningar og ekki að kjósa út frá kunningsskap, ættartengslum eða eftir hefð.
Spyrjið um skuldarstöðuna og skuldbindingarnar sem geta sett ykkur í fangelsi ykkar eigin óseljanlegu eigna og bindur líka framtíð ykkar sem útsvarsþræla.
Krefjið frambjóðendur um skýr svör og látið ekki ábyrgðalaust fólk ráðstafa framtíð ykkar og afkomenda, stundum sjálfu sér til hagsbóta en á sama tíma í hugsanaleysi að binda ykkur í átthagafjötra um ókominn ár.
Lærum af biturri reynslu annarra og veljum hæfasta fólkið til starfa.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Trúmál og siðferði | Breytt 18.4.2010 kl. 20:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.