Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Siðleysi og spilling
Fyrir mér er það siðleysi og spilling að ausa hundruðum miljóna úr ríkissjóði og líka úr sveitarsjóðum landsins, á sama tíma og stjórnmálamenn eru kostaðir eins og málaliðar af fyrirtækjum til frama í flokkunum og setu á alþingi.
Svo situr þetta fólk inn á alþingi sem virkar frekar sem hlægileg eftiröpun á breskum herramannsklúbb frá miðöldum en virkur og ábyrgur vinnustaður löggjafa.
Vilji alþingi öðlast virðingu á ný og alþingismenn njóta trausts á ný, verður að taka af öll tvímæli um fjármögnun og hagsmunatengsl.
Öll vinna á alþingi, öll eignar eða ættartengsl sem og öll fjármál þingmanna verða að vera sem opin bók á vefsvæði alþingis, einnig verður að setja dagbókafærslukvöð á alla þingmenn, svo kjósendur geti séð hvað þeir hafa fyrir stafni og hvort þeir eru að vinna vinnuna sína.
Ásýnd þingsins verður að gera nútímalega og breyta til betri vegar, en ekki ríghalda í gamla hlægilega hirðsiði.
Löggjafavaldið verður að aðskilja frá framkvæmdarvaldinu á skýran hátt og krefja framkvæmdavald um faglegan rökstuðning, er það kemur með óskir um lög, lagabreytingar og eða önnur erindi til þingsins.
Laga og regluvaldið á að vera þingsins en ekki framkvæmdavaldsins sem endalaust tekur upp ESB tilmæli og raðar inn í regluverkið án þess að til neinna umræðna hafi komið á alþingi.
Persónukjör þvert á allar flokkslínur í einu landskjördæmi er eina leiðin til að komast út úr spillingunni, og setja verður skýrar reglur og kvöð á RÚV um að allir frambjóðendur fái jafnan tíma, í stað þessarar mismununar sem verið hefur og undirlægjuháttar við flokkanna.
Virðing fyrir þingi er nánast engin orðinn og verður varla á meðan ekki er búið að skipta út þessu fólki sem þar hefur setið jafnvel áratugum saman og stendur orðið fyrir dyrum um endurreisn á trausti þingsins.
Það duga engar málamynda umbætur eða flugeldasýningar lengur til að lappa upp á ímyndina og það væri öllum greiði gerður ef þingheimur gengi út og til nýrra kosninga væri efnt.
Bankastyrkir í stjórnmálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Fjölmiðlar, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.