Föstudagur, 30. apríl 2010
Hættið ríkisstyrkjum strax
Þetta er yfirgengilegt, þetta eru hálaunaðir ríkisstarfsmenn sem eru menntaðir í Háskóla Íslands, launaðir af skattfé, og eru svo að röfla um það á launum hvort þeir eigi að fara eftir fyrirmælum löggjafavaldsins.
Hættum ríkisstyrkjum strax og gerum þetta upp, það er ekkert mál að styrkja net félagsráðgjafa sem og annarra opinberra starfsstétta til að yfirtaka þessi störf sem prestar hafa annast, þeir geta svo sinnt sínum trúarlegu störfum á eigin kostnað sem og á framfærslu hinna trúuðu sem eflaust munu efna til samskota.
Fyrir mér er þetta starfsmanna vandamál sem taka verður á af festu, því frumskilda allra launamanna er að fylgja löglegum fyrirmælum yfirmanna og ef það er ekki gert er uppsagnaréttur starfsmanns enginn.
Tóku ekki afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, slæmum eða GÓÐUM. STUNDUM ER LÍKA GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOGG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG og hef ekkert að fela ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA
Efni
Nýjustu færslur
- 13.11.2024 Fyrir hönd þjóðar
- 7.9.2024 Ofbeldi talað upp
- 2.9.2024 Ráðist á innviðina
- 30.8.2024 Að sjá ekki
- 4.7.2024 Er lífið svona flókið
- 15.6.2024 Spilling eða viljandi dugleysi
- 24.2.2024 Vitleysingarnir orðnir hræddir
- 22.2.2024 Stattu að baki mér skræfa
- 10.2.2024 Að axla ábyrgð
- 30.1.2024 Hetjurnar hugrökku
- 26.12.2023 Skil vel gyðingahatur
- 8.12.2023 Gefum valfrelsi um Jólin
- 20.11.2023 Kurteisi og virðing
- 14.11.2023 Er þetta vitrænt
- 9.11.2023 Við erum vinnuveitandi Alþingis
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andrigeir
- annaeinars
- arh
- arinol
- arnim
- askja
- astasvavars
- astromix
- austurlandaegill
- axelthor
- baldvinj
- bellaninja
- bf
- birgitta
- bjarnijonsson
- don
- einarbb
- einarborgari
- eirag
- ekg
- elvira
- eyvi
- framtid
- frjalshyggjufelagid
- fullvalda
- gattin
- gisgis
- gisligislason
- gmaria
- gretarmar
- gthg
- gummih
- hagbardur
- hallarut
- hallibjarna
- hannesgi
- harleyguy
- heimssyn
- hildurhelgas
- himmalingur
- hordurhalldorsson
- hreyfingin
- inhauth
- islandsfengur
- isleifur
- jari
- johannbj
- joiragnars
- jonlindal
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kreppan
- kreppukallinn
- krist
- ludvikludviksson
- lydvarpid
- lydveldi
- maeglika
- malacai
- marinogn
- morgunbladid
- mullis
- nilli
- oddgeire
- pallvil
- photo
- prakkarinn
- ragnar73
- ragnarfreyr
- raksig
- raudurvettvangur
- reginar
- reputo
- reykur
- siggigretar
- siggisig
- sighar
- sigurjonth
- sisi
- sjonsson
- sjoveikur
- skagstrendingur
- skari60
- skulablogg
- solir
- steingerdur
- steinisv
- sunna2
- svarthamar
- tbs
- thjodarsalin
- thorsaari
- tilveran-i-esb
- tofulopp
- toro
- tsiglaugsson
- umbiroy
- utvarpsaga
- valdemar
- vefritid
- venus
- vestskafttenor
- vga
- vidhorf
- zerogirl
- adhdblogg
- arikuld
- ammadagny
- eeelle
- gillimann
- bofs
- gummigisla
- straumar
- gudruntora
- noldrarinn
- truthseeker
- jennystefania
- kristbjorg
- maggiraggi
- sumri
- shhalldor
- vala
- valdimarjohannesson
- ylfamist
- thjodarheidur
- thordisb
Tenglar
Hvatning til dáða
- Ólaf sem forseta 2012-2016 Undirskriftasöfnun á áskorun um framboð Ólafs
- Rödd skynseminnar Er ástæða til að vorkenna sjálfum sér
- Skammta stærðir af mat Ráðgefandi síða um matarkaup og skammtastærðir per einstakling
Mitt líf
- Fortíðarsögur og annað STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, EÐA AÐ GÓÐUM. STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG, TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG, ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA.
Stjórnmál
- ADVICE.is Fróðleikur og rök gegn Icesave 3 Fróðleikur og rök gegn Icesave 3
- Axlið ábyrgð og víkið til að skapa frið Vettvangur þeirra sem krefjast siðbóta og að stjórnmálamenn axli ábyrgð
- Auðlindir hafsins í þjóðareign Heimasíða thjodareign.is
- Nýtt framboð Vettvangur til að kynna skoðanir og ræða um samfélagið okkar
- Völd á Íslandi
- Animal Farm Þekkja ekki allir stjórnarfarið sem við bjuggum við og höfum enn
Tenglar annað
Bloggarar ofl
- Suðurnesjablogg Fortíðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 105850
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, það er engin leið að réttlæta að opinberir starfsmenn mismuni fólki.
Styrmir Reynisson, 2.5.2010 kl. 09:18
Þorsteinn, þú getur minnkað ríkisstyrkina með því að skrá þig úr Þjóðkirkjunni, hérna eru upplýsingar um hvernig á að gera það.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.5.2010 kl. 15:54
Heill og sæll, Þorsteinn. Mér leikur forvitni á að vita, af hverju þú kallar þetta "ríkisstyrki". Af hverju hyggurðu, að ríkið styrki Þjóðkirkjuna, en ekki önnur trúfélög? Raunar er þetta ekki styrkur, heldur kaup kaups, kemur sem e.k. ígildi afgjalds af kirkjueignum.
Hér talar þú um, að hinir trúuðu muni eflaust "efna til samskota", ef þeir missa "styrkinn". En það er heldur seint athugað, því að svo sannarlega efndu þeir til samskota á öldum áður og lögðu fé til kirkna sinna og sumir rausnarlega. Það er þetta fé, sem sumir vilja taka af kirkjunni. – Vísa þér á allýtarlega úttekt hér: Gegn árásum á Þjóðkirkjuna – með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 4.5.2010 kl. 23:39
Sæll Styrmir. Sammála
Sæll Hjalti. Búin að gera það
Sæll Jón Valur. Árlega fær þjóðkirkjan fjárveitingar af fjárlögum og hefur fengið lengi, ef við færum í gegn um þetta og gerðum upp mismuninn á tekjum af jörðum og gjöldum, er líklega fyrir löngu búið að greiða upp allar þessar svo kölluðu kirkjujarðir.
Þjóðkirkjan er í raun ríkisstofnun sem ég vill leggja niður og skera frá ríkisvaldinu en á móti stór efla siðfræðikennslu barna frá byrjun skólagöngu.
Ríkið á ekki að aðhyllast trú að mínu áliti enda sameiginlegt rekstrarfyrirtæki allra landsmanna, það á að tryggja öllum jafnan rétt og aðstöðu en láta fólkinu eftir að velja sér þá trú sem hverjum og einum finnst sér hæfa.
Fyrir mér skiptir engu máli hvaða trúar fólk er, svo framarlega sem ekki er boðuð mismunun eða skerðing mannréttinda.
Það eru þá kannski fá trúarbrögð sem stæðust þessa skoðun.
Þar sem mér er ljóst að þú ert trúaður maður Jón Valur og kristin, sé ég fyrir mér að þú og fleiri munduð sameinast í söfnuði og annast ykkar eigin trúariðkun án tilstilli ríkisins.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.5.2010 kl. 09:19
Það gerum við kaþólskir Íslendingar nú þegar, Þorsteinn!
Og þakka þér fyrir að svara mér.
En þegar þú segir: "ef við færum í gegn um þetta og gerðum upp mismuninn á tekjum af jörðum og gjöldum, er líklega fyrir löngu búið að greiða upp allar þessar svo kölluðu kirkjujarðir," þá er ég ósammala því. Hátt í 6. hver jörð á landinu skilar ríkinu (bæði með útleigu, sölu jarða og lóða og vöxtum af því söluverðmæti, einnig með tekjum af vatns- og námuréttindum o.fl.) örugglega nægum tekjum til að halda uppi um 155 prestum Þjóðkirkjunnar og nokkru framlagi til viðhalds eigna hennar. En þegar ríkið tók að sér umsjá jarðeigna Þjóðkirkjunnar 1907, var það um 1/6 allra jarða á landinu.
Jón Valur Jensson, 6.5.2010 kl. 13:41
Fjárhagsleg mismunun tryggð með lögum.
Þjóðkirkjan er fjármögnuð í fyrsta lagi með framlagi úr ríkissjóði til greiðslu launakostnaðar samkvæmt sérstökum samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Í öðru lagi renna sóknargjöld til þjóðkirkjunnar á sama hátt og til annarra skráðra trúfélaga. Í þriðja lagi fær þjóðkirkjan framlag í Jöfnunarsjóð sókna og í fjórða lagi ber ríkissjóði að skila Kirkjumálasjóði árlega fjármagni samkvæmt lögum um sóknargjöld. Önnur trúfélög en þjóðkirkjan fá aðeins sóknargjöld. Veraldleg lífsskoðunarfélög fá enga reglubundna aðstoð eða fjármögnun.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.5.2010 kl. 13:55
Svo heimilda sé getið Jón Valur þá er svar mitt orðrétt tilvitnun í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um jafnræði lífsskoðunarfélaga, trúarlegra sem veraldlegra. 138. löggjafarþing 2009–2010. Þskj. 1044 — 605. mál.
Áttu góðan dag
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.5.2010 kl. 14:02
Allt það, sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög, byggist á því, að ríkið nýtur allra tekna af þeim jarðeignum sem ég ræddi um.
Jón Valur Jensson, 6.5.2010 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.