Föstudagur, 30. apríl 2010
Valdi á að fylgja ábyrgð
Fljótsdalshérað hefur verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Er ekki rétt að frambjóðendur í sveitarstjórnakosningunum svari því hvernig þeir vilji leysa vandan og þá sérstaklega þeir sem skuldsettu sveitarfélagið niður á hnén, síðasta kjörtímabil.
Kjósendur þurfa að hafa hugfast að það eru enginn viðurlög við því að keyra framtíð sveitarfélags inn í skuldaklafa, og festa íbúa þeirra í átthagafjötra vegna óseljanlegra eigna sem munu bera hæðstu álagningu opinberra gjalda til að borga skuldir, sem sveitarstjórnarmenn stofnuðu til í umboði kjósenda og sendu framtíðinni, sú framtíð kemur fyrr en varir.
Það er því rétt fyrir kjósendur að vanda valið og kjósa ekki eftir ætterni eða orðaflæði, heldur spyrja sjálfa sig hvort þeir treysti viðkomandi flokk eða framboði til að fara með óútfylltan víxilinn sem þeir afhenda undirritaðan sem ábyrgðamenn á kjördag og fá í hendur kjörnum fulltrúum, því það eru þessir kjörnu fulltrúar sem skrifa inn upphæð víxilsins og senda á framtíðina.
Þetta á að sjálfsögðu ekkert endilega við um þennan framboðslista, þetta á við um alla framboðslista í öllum sveitarfélögum.
Framboð Á-lista á Fljótsdalshéraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.