Að kaupa atkvæði með áfengi

Mikið svakalega hlýtur Samfylkingin að vera stolt af ungliðahreyfingunni, sjá þessa slóð: 

http://www.facebook.com/profile.php?id=1089624717#!/event.php?eid=117038318336078

Ungir Jafnaðarmenn í Reykjanesbæ bjóða til veislu í tilefni að prófin eru búin og opnar húsið klukkan 22:00.

Uppistandarinn Arnar Ingi, sem hefur slegið í gegn undandarið, verður með uppistand auk þess sem einn besti trúbador Íslands, Helgi Valur, stígur á stokk.

Dj Atli Már sér svo um að spila bestu tónlistina fram á rauða nótt!

Ungir Jafnaðarmenn bjóða upp á ískaldann bjór frá opnun og á meðan birgðir endast.

Endilega látið sjá ykkur og fagnið próflokunum með Ungum Jafnaðarmönnum á Halanum um helgina.

 Það er gæfulegt að vita til þess að stjórnmálaflokkar sem hirða hundruð miljóna stuðning úr ríkis og sveitarsjóð, skulið nýta fjármunina til að hella áfengi í ungt fólk, er málefna staðan svona slæm?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ekki er þetta gæfulegt!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.5.2010 kl. 18:13

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er ólíðandi að flokkarnir "kaupi" atkvæði unga fólksins með bjórgjöfum og ég veit með vissu að sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað það um árabil.

Anna Einarsdóttir, 14.5.2010 kl. 20:02

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég fór sem sendibílstjóri til binga á suðurlandsbraut með bílfarm af bjór.. þetta var ætlað fyrir ungliðaskemmtun framara í rvk fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Óskar Þorkelsson, 16.5.2010 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband