Það er enginn heiðarlegri en hún/hann kemst upp með

Alþingi veitti ekki heimild til að aðlaga stjórnkerfið að lögum og reglum Evrópusambandsins, bara til að hefja samningaviðræður.

Íslenskum stjórnmálamönnum virðist samt vera orðið svo tamt að þiggja fyrirgreiðslufé að þeir sækja í það að gömlum vana og það er ætlun Samfylkingar að svíkja þjóðina inn í ESB með öllum ráðum.

Við þekkjum þessa fégræðgi flokkana.

Fyrirtæki og hagsmunasamtök mokuðu í flokkana sem og einstaklinga þar innan dyra fé í góðærinu svokallaða.

Því til viðbótar hefur hundruðum miljóna verið ryksugað úr vösum skattborgara til reksturs flokkana og svo ekki sé mynnst á alla fjármunina sem greiddir eru fyrir aðstoðarmenn ráðna án auglýsinga eða alla flokksgæðingana sem sitja í hundruðum nefnda og stjórnum opinberra hlutafélaga á kostnað ríkissjóðs.

En eins og við öll vitum þá er ríkissjóður vasinn á okkur almenningi, þetta er okkar fé.


mbl.is Styrkir vegna ESB-umsóknar er viðkvæmt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband