Laugardagur, 8. janúar 2011
Væntingasölumenn dafna enn
Það er sorglegt að lesa um hvernig væntingasölumenn bankakerfisins fóru með þetta fólk, en einhvernvegin finn ég meira til með þeim sem voru að koma yfir sig og sýna þaki, en þeim sem voru ginntir með girnilegri gróðavon af væntingasölumönnum.
Það var fullt af fólki sem kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum út á þögn frambjóðenda, því þannig er væntingasölumennsku best beitt, með því að þegja og látakjósendur sjálfa fylla í eyðurnar með eigin vonum og væntingum.Vinstri Grænir einfaldlega lugu kjósendur fulla og sviku svo alla sem er ekki eins undirförul aðferð.Það er sárt fyrir heiðarlegt fólk að sitja uppi með klafa afborgana um ókomna framtíð vegna athafna væntingasölumanna, en því miður á þetta bæði við um skattborgarana sem og stofnfjáreigendur.Sennilega er þjóðin öll að hefja greiðslu á heimsins dýrasta námskeiði um siðferði og kjarni lærdómsins í mínum huga ætti að vera sá að :Enginn er heiðarlegri en hann/hún kemst upp með.Sagt nánast áhættulaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:04 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn Valur. Það er langt síðan ég hef verið eins hjartanlegs sammála nokkrum manni og nú.Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 2.2.2011 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.