Sjalfsumgleði stjórnmálamanna í samhæfingarmiðstöð

http://www.visir.is/telur-umbrot-i-krysuvik-geta-leitt-til-sprungugoss-i-heidmork/article/2012120529142

Þrátt fyrir að Haraldur Sigurðsson, einn þekktasti og virtasti eldfjallafræðingur Íslendinga, telji að umbrotin í Krýsuvík geti hugsanlega leitt til eldgoss fyrir ofan Hafnarfjörð, í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn er verið án hiks að hefja byggingu á hátæknisjúkrahúsi í Reykjavík.
Í Reykjavík er einnig nánast öll lykilþjónusta landsins og í stað þess að byggja hluta af þessu til dæmis á Akureyri, er verið að skera niður nánast allan raunverulegan sjúkrahúsrekstur á landsbyggðinni þannig að það er að vera komin upp sú staða að öll fjöreggin eru í sömu körfunni.
Það vantar ekki sjálfsumgleðina né sýndarmennskuna þegar eitthvað kemur upp á og stjórnmálamenn birtast á sjónvarpsskjánum þar sem þeir eru baðaðir fjölmiðlaathygli í Samhæfingar miðstöðinni Reykjavík og yfirleitt er gasprað í fjölmiðlum um hvað mörg hundruð sjálfboðaliðar hafa verið kallaðir út, en það verður víst minna um árangur þegar rýma þarf Reykjavík þar sem um það verkefni eru víst ekki einu sinni til raunhæfar áætlanir og þeir sem hamast við að verða ómissandi eru skyndilega orðnir fórnalömb.
Það lendir þá á öðrum að framkvæma flutninga á 203.385 höfuðborgarbúum og 21.361 íbúa af Suðurnesjum til viðbótar, og það þarf að taka við þessu fólki, fæða, klæða og skýla auk þess sem aldraðir og sjúkir þurfa þjónustu og margir sjúkrahúspláss sem verður ekki til staðar miðað við óbreytta stefnu og flutning á öllu til Reykjavíkur.
Það verður að vera til önnur stjórnstöð og önnur sjúkrahús ásamt þeim stofnunum sem þarf til að reka landið ef Reykjavík verður úr leik, annað er algert ábyrgðar og andvaraleysi sem því miður einkennir oft of mikla sjálfsánægju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein hjá þér þorsteinn. Andvaraleysið sem þú bendir svo réttilega á er himinhrópandi, ég er búinn að fljúga oftar en ég hef tölu á yfir þetta svæði sem um ræðir og oft virt það fyrir mér með einmitt það í huga sem þú ert að benda á. þá sér maður í hendi sér að landvegurinn burt af höfuðborgarsvæðinu getur hæglega teppst algerlega af völdum þunnfljótandi hraunstraums og öskufalls. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 12:49

2 identicon

Heill og sæll Þorsteinn Valur; æfinlega !

Þetta; er einmitt mergurinn málsins.

Miðstýringarsækið Mið- Faxaflóasvæðið, mun gera út af við þarfar landsbyggðarstofnanir sem annað, verði ekki stemmd stiga við, á allra næstu misserum, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan - og fyrri /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 15:36

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hjartanlega sammála þér Valli.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.5.2012 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband