Gíslataka er ekki innansveitamál

Það ætti öllum að vera ljóst hvað mikilvægur þjóðvegur 1 er byggð í landinu og að hagsmunir fárra verða að víkja til hliðar frekar en þeir séu látnir kæfa atvinnulíf og íbúabyggð annarstaðar á landinu.
Það er því bráð nauðsynlegt að skerða ákvörðunarvald einstaka sveitarfélaga er kemur að þjóðvegi 1, það ætti að vera búið að afhenda sveitarfélögum allt vegakerfið innan sveitarfélagsmarka ásamt þeirri starfssemi Vegagerðar Ríkisins sem er í viðkomandi sveitarfélagi og fela þeim að taka við þeirri skildu sem fylgir veghaldi, en þá verða líka að fylgja tekjur til að gera þeim það kleift.
Það er hálf kjánalegt að ríki og sveitarfélög séu að karpa árlega um kostnað við vegakerfi innan sveitarfélaga, vegakerfi sem er hvorki hentugt fyrir sveitarfélagið né þjónar orðið fullkomlega tilgangi sýnum sem flutningsleið allra landsmanna eftir að búið er að raða hringtorgum og hraðahindrunum á þjóðveg 1 til að hann falli að þörfum einstaka hagmunaaðila.
Ríkið að hafa allar þær lagaheimildir sem þarf til að staðsetja þjóðveg 1 jafnvel utan byggðakjarna ef það þjónar þeim grunntilgangi þjóðvegar 1 að vera örugg og ódýr vöru og fólksflutningaleið.
Nánast öll atvinnustarfssemi á landsbyggðinni er með lífið undir varðandi flutningskostnað og að láta hagsmuni einhvers sjoppueiganda í öðrum landshluta ráða því hvort fyrirtæki lifa eða gefast upp er brjálæði fyrir utan það að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að greiða svona einkahagsmuna dekur í hærri vöruverði.
Sjálfur vill ég efna til opinnar samkeppni um tillögur til styttingu þjóðvegar 1 og bjóða í framhaldi af því út hönnun endurbóta, þannig að við getum verið komin með vitræna flutningsleið innan 10-15 ára sem þjónar öllu landinu en er ekki í gíslatöku einkahagsmuna víða um land.

mbl.is Nefnd fer yfir vegi og skipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Sjálfur vill ég efna til opinnar samkeppni um tillögur til styttingu þjóðvegar 1 og bjóða í framhaldi af því út hönnun endurbóta" Hvernig væri að fara svokallaða Tröllaskagaleið, þ.a.s. gera göng úr skagafirði yfir í eyjafjörð frá hólum í hjartardal en það á að stytta vegalengdina frá Reykjavík-akureyri um rúma 70 km samkvæmt vegagerðinni. Einnig myndi það stytta leiðina Reykjavík- Dalvík um 120 km og kostar ekki nema 30% meira en vaðlaheiðargöng. Auk þess væri hægt að losna við langadalinn úr þjóðvegi 1 því þá yrði farið yfir þverárfjall. Eins og er eru nokkrir "sjoppueigendur" á akureyri og einn sýslumaður(í Bolungarvík) sem standa í vegi fyrir þessari framkvæmd

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.5.2012 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband