Sunnudagur, 3. júní 2012
Nýtt launa og menntakerfi
Laun og verðleiki manneskju er metin út frá árum sem setið er í skólastofu, hlustað á kennara, leist verkefni og lesnar bækur um oft á tíðum hluti sem aldrei nýtast í daglegu lífi eða starfi.
Þú ert metin út frá vottuðum pappírum sem gefnir eru út af þeim sem hafa atvinnu af því að halda þér við þetta nám.
Sá sem hefur sannað sig við raunverulegar aðstæður og getur framvísað rekjanlegum árangri skiptir engu máli ef pappíra vantar, frá stofnunum sem hafa talið öllum trú um að þekking og greind myndist aðeins við staðlað umhverfi innan veggja þessara söfnunarmiðstöðva fyrir fólk.
Við þurfum að brjótast út úr þessu kerfi sem er farið að lifa að mestu til þess að viðhalda sjálfu sér og sogar til sýn nánast alla fjármuni til nýsköpunar líka, einstaklingsmiðað nám sem fylgir þroska einstaklings og andlegri getu eftir því sem þroskastökkin koma er eina vitræna leiðin og með tölvutækni má gera slíkt án þess að drepa niður frumkvæðið.
Sé nemanda treyst til að stýra eigin námi og hann geti valið sjálfur úr hlaðborði þekkingar án þvingunar mun fara saman áhugi á efni og þekking á því sviði sem skilar okkur jákvæðari og hamingjusamari einstaklingum, að sjálfsögðu verður kennsla í lestri, skrift og stærðfræði að vera sem grunnur en svo á að leyfa frjálst hugarflug með eftirfylgni til að geta hjálpað nema yfir þröskulda.
Að setja kennara inn í þjónustumiðstöð en sleppa nemendum út með fartölvu er gríðarlegur sparnaður fyrir samfélagið og mun skapa samfélag þekkingar og ánægðari einstaklinga.
Óttinn við breytingar og baráttan um að gera sig ómissandi er hindrun á framförum og velferð.
http://youtu.be/gM95HHI4gLk
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Heimspeki, Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
það er eitt sem ekki er hægt að kenna í skólum, það er heilbrigð skynsemi (common sense). Það er eingöngu hægt að hamra á því að fólk noti hana.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.