Föstudagur, 15. júní 2012
Misnotaðir drengir eru væntanlegir glæpamenn
Gleymi því seint er talskona Stígamóta gegnsýrð af karlahatri fullyrti í sjónvarpsviðtali að misnotaðir drengir væru glæpamenn í mótun sem seinna hefndu sín með því að misnota aðra drengi og stúlkur.
Varla hefði það verið hvetjandi ef konur hefðu fengið þessi sömu skilaboð um að þær væru ekki fórnalömb heldur hættulegar glæpadræsur sem ætti bara eftir að finna og loka inni.
Misnotkun á drengjum er líklega meiri en talið hefur verið og á því þarf að taka, en fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hverskonar ofbeldi þarf að viðhafa á öllum sviðum til að ekki teljist bara eðlilegt að niðurlægja okkar ungu samborgara og skilaboðin sem ungt fólk fái um hvað sé eðlilegt séu óskýr
Dulið ofbeldi sem oft er undir yfirskini til dæmis busunnar eða því að fá innvígslu í félagsskap, er eitthvað sem ætti að stöðva en ekki samþykkja sem eðlilegrar framkomu við aðra manneskju.
Er eðlilegt að löðrunga manneskju og ata aur eða rífa úr fötum og rassskella, en ef slegið er með krepptum hnefa verður það þá að ofbeldi og kæruefni.
Það gengur ekki upp að það sé í lagi að ata nýnema í allskonar óþvera og beita þá hörku né það að rassskella nýliða í íþrótt sé í lagi, ef þessi sama hegðan yrði líklega án undantekninga að sakamáli í daglegu lífi.
Hvernig er hægt að bera traust til skólayfirvalda og íþróttahreyfingar sem á að vera að byggja upp heilbrigða sál í hraustum líkama, þegar svona lagað viðgengst ár eftir ár.
Hvaða siðferðismynd og viðhorf hafa þeir sem þetta upplifa og hvernig er viðhorfið eiginlega hjá þeim sem láta þetta viðgangast.
Ég tengi þetta saman því mikilvægasta veganesti sem hver manneskja fær í upphafi og mótar hana mest á sér stað á æskuskeiðinu, og mér finnst fyrirmyndirnar skelfilegar.
Varla hefði það verið hvetjandi ef konur hefðu fengið þessi sömu skilaboð um að þær væru ekki fórnalömb heldur hættulegar glæpadræsur sem ætti bara eftir að finna og loka inni.
Misnotkun á drengjum er líklega meiri en talið hefur verið og á því þarf að taka, en fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hverskonar ofbeldi þarf að viðhafa á öllum sviðum til að ekki teljist bara eðlilegt að niðurlægja okkar ungu samborgara og skilaboðin sem ungt fólk fái um hvað sé eðlilegt séu óskýr
Dulið ofbeldi sem oft er undir yfirskini til dæmis busunnar eða því að fá innvígslu í félagsskap, er eitthvað sem ætti að stöðva en ekki samþykkja sem eðlilegrar framkomu við aðra manneskju.
Er eðlilegt að löðrunga manneskju og ata aur eða rífa úr fötum og rassskella, en ef slegið er með krepptum hnefa verður það þá að ofbeldi og kæruefni.
Það gengur ekki upp að það sé í lagi að ata nýnema í allskonar óþvera og beita þá hörku né það að rassskella nýliða í íþrótt sé í lagi, ef þessi sama hegðan yrði líklega án undantekninga að sakamáli í daglegu lífi.
Hvernig er hægt að bera traust til skólayfirvalda og íþróttahreyfingar sem á að vera að byggja upp heilbrigða sál í hraustum líkama, þegar svona lagað viðgengst ár eftir ár.
Hvaða siðferðismynd og viðhorf hafa þeir sem þetta upplifa og hvernig er viðhorfið eiginlega hjá þeim sem láta þetta viðgangast.
Ég tengi þetta saman því mikilvægasta veganesti sem hver manneskja fær í upphafi og mótar hana mest á sér stað á æskuskeiðinu, og mér finnst fyrirmyndirnar skelfilegar.
Brot gegn drengjum er staðreynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.