Það var kysstur vöndurinn í dag.

Á Austurvelli fóru fram mótmæli í dag sem opinberuðu vel tvískinnung og hræsni, það er gott að í okkar lýðræðisríki skuli fólk fá að koma saman og mótmæla því sem það telur vera óréttlæti.
Við höfum fylgst með og mörg hver hvatt þá mótmælendur sem eru nánast orðnir hluti af götumyndinni við Austurvöll til dáða, og dáðst í fjarlægð af þrautseigjunni og ætlaðri lýðræðisástinni.
Nú komu útvegsmenn og sjómenn til að mótmæla eins og þeim er heimillt sem og öðrum þjóðfélagshópum, og þá bregður svo við að þetta fólk götumyndarinnar sem virðist orðið telja sig vera á hinni einu réttu skoðun, kemur til að þagga niður í þessum mótmælendum með frammíköllum sem og með öðrum hætti.
Stokkhólmsheilkennið hefur heltekið þetta fólk sem telur sig orðið eiga mótmæli við Austurvöll, það vill fá að mótmæla þar að vild en hefur ekki umburðarlindi til að bera þegar aðrir hópar í samfélaginu vilja koma sinni röddu að.
Persónulega vill ég tryggja að allar okkar helstu auðlindir sé tryggilega í eigu þjóðarinnar með ákvæði í stjórnarskrá og bjóða út veiðiréttinn með skilyrðum til ákveðins tíma í senn, ég sé engan eðlismun á því að gera út togara eða vinnuvélar og því ætti útboð með svipuðu sniði og tíðkast í verklegum framkvæmdum ekki að vera mikið mál varðandi sjávarútveg.
Ég sé hinsvegar margt athugunarvert við hegðun þeirra götumyndar mótmælenda sem halda að þessi lífsstíll sem þeir virðast sumir hafa tekið upp geri þá að rétthöfum mótmæla á Austurvelli, það er mikill tvískinnung og hræsni fólgin í þeirri afstöðu en ég er viss um að Jóhanna og Steingrímur eru sátt við að hafa með þrautseigju og þolinmæði snúið götumyndar mótmælendum upp í stuðningsmenn við stjórnvöld.
Það var kysstur vöndurinn í dag.

mbl.is Fjölmenni á samstöðufundi á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband