Örlæti á annarra manna fé

Nú gerast frambjóðendur enn á ný miklir höfðingjar á annarra manna fé, ráðstafað er skattgreiðslum okkar og já barnanna líka því svo mikil er skuldsetningin orðin.

Ég held að frambjóðendum væri nær að koma með sparnaðarráð og lausnir á skuldsetningu, en ekki auka enn á vanda sem þeir að vísu bjuggu til í upphafi með afnámi á lögum sem hindruðu einkavinavæðinguna og svo aðgerðarleysi í framhaldinu.

Annars er oft á tíðum lítinn mun að sjá á fjármálasnilld sveitatstjórnar eða þingmanna eins sjá má á stöðu ríkissjóðs, og margra gjaldþrota sveitarsjóða.

Það vantar að setja í lög skorður á aðkomu stjórnmálamanna að fjármunum og framkvæmdum, og þá vantar sárlega lög sem gera þessa einstaklinga persónulega ábyrga fyrir gjörðum sýnum.

Svo kölluð pólitísk ábyrgð er kjaftæði sem slegið er fram til að komast hjá kröfum um að lög verði sett sem stöðva ábyrgðalausa hegðan þessara fulltrúa, er ekki komin tími á að krefjast þess að þingmenn fari að gera það sem þeir eru kosnir til að gera en hætti að böðlast í verkefnum framkvæmdavalds. 


mbl.is Margir milljarðar í ný útgjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband