Skömm okkar og dugleysi

Það er gríðarlega mikilvægt að halda í þessa jákvæðu ímynd sem við erum að fá og þar á forseti vor Ólafur, skilið lof fyrir dugnað við að koma Íslandi á framfæri við heims pressuna.

En það er til staðar skömm sem er okkar eigin og hún er sú að við erum ekki tilbúin til að taka við þeim sem eru að koma og hvað þá aukningu á straumi ferðamanna.

Að keyra hringveginn að hausti er ekki ánægjuleg ferð, á nánast öllum áningarstöðum er mannaskítur, klósettpappírshrúgur og dömubindi það sem við blasir, þar sem Vegagerðin og sveitarfélöginn eru ekki að koma upp salernisaðstöðu sem veldur því að ferðamenn neyðast til að ganga svona um.

Þessi sóðaskapur og aðstöðuleysi skrifast á okkur sjálf, þá er verið að eyðileggja margar náttúruperlur með ágangi þar sem ekki er búið að afmarka gönguslóða eða koma upp annarri aðstöðu sem nauðsyn er að sé til staðar, svo hægt sé að taka á móti þessum mikla fjölda þannig að gróðurlendi sé ekki varanlega skemmt og ferðamenn fari héðan með góðar minningar og jákvæðar sögur að segja.

Það er grátlegt að hugsa til þess að á sama tíma og met er slegið í atvinnuleysi eru stjórnvöld ekki að fá þessu fólki verkefni til að starfa að við úrbætur, í aðstöðu ferðamanna. 


mbl.is Náttúran og öryggi dregur fólk til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála.Ísland gæti auðveldlega komist í fyrsta sæti á listanum ef þessu yrði öllu sinnt sómasamlega.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.2.2013 kl. 13:28

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Svo maður svari fyrir núverandi ríkisstjórn...

En það varð hér hrun, það er ekki til fjármagn í svona þó við vildum... O.s.fr...

Vegakerfið er líka að hruni komið eftir þessar aðhaldsaðgerðir, niðurskurð, og 100 skattahækkanir, ríkisstjórnarinnar...

Ólafur Björn Ólafsson, 26.2.2013 kl. 14:05

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það eru þúsundir á atvinnuleysisbótum og því nánast enginn launakostnaður sem hefði komið til, auk þess sem efnisöflun felst yfirleitt í því að nýta það sem er í umhverfinu.

Að bera því við að það hefði orðið hrun er með lélegri afsökunum fyrir dugleysi sem ég hef heyrt, það hefur alla vega ekki skort fé til gæluverkefna.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.2.2013 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband