Stjórnlaus orkufyrirtæki

Þessi svokallaði hagnaður er ekkert annað en viðbótarskattlagning á okkur almenning, það er ótrúleg vitleysa  að reka fjöldann allan af opinberum orkufyrirtækjum (í svokallaðri samkeppni a milli opinberra fyrirtækja) í stað þess að sameina allan pakkana og taka til í rekstrinum og lágmarka verð á orku til almennings.

Þessi fyrirtæki eru opinber og því í eigu almennings en haga sér sem einkafyrirtæki, hvað kostaði það okkur almenning þegar stjórn RARIK fór í útrás fyrir opinbert fé, hvað er verið að greiða pólitískum fulltrúum flokkana í stjórnum þessara fyrirtækja mikið fyrir þeirra veru þar og hver ákveður þeirra þóknanir og eða samþykkir verðskrár þessara fyrirtækja.

Við almenningur erum að reka Landsnet, RARIK, Orkusalan, Orkuveituna, Orkubú Vestfjarða, HS Orku o.f.l ásamt fjöldann allan af viðhengjum.

Það er löngu tímabært að taka til og sameina það sem hægt er til að geta bætt rekstur og lækkað tilkostnað sem á svo að skila sér til neytenda, en ekki hverfa inn í báknið sem endalaust virðist þenjast út á kostnað almennings.

Hvenær verður hún yfirfarin og gerð upp, útrásin hjá RARIK ? 


mbl.is RARIK hagnaðist um 1,5 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einkavæðingarmenn líta á fyrirtæki sem þessi með mikillri ágirnd. Þeir vilja fá þau helst gefins!

Auðvitað á að stoppa þennan einkavæðingardraug og kveða hann niður!

Guðjón Sigþór Jensson, 27.2.2013 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband