Þetta er bilun

Mér finnst að það ætti að stöðva alla opinbera skógrækt uns búið er að setja upp þrívíddar módel af fyrirhuguðu skógræktarsvæði og setja það í grenndarkynningu.

Ferðamenn koma til Íslands til að njóta útsýnis, erlendir kvikmyndagerðamenn koma vegna þess að þeim finnst auðnin svo stórkostleg en þetta allt á að leggja undir til að verða við óskum hagsmunaraðila og halda aftur af framleiðslu lambakjöts.

Þar fyrir utan er þessi ríkisrekna skógrækt ein klikkaðasta meðferð á skattfé sem ég veit um, ríkið borgar 97% af kostnaði og heldur upp stofnunum tengdum skógrækt með tilheyrandi kostnaði af skattfé, útkoman úr þessu er timbur sem notað er sem eldiviður að mestu og meira að segja er verið að fara fram á niðurgreiðslu á ríkisstyrkta eldiviðnum til að það borgi sig að nota hann.

Er ekki komin tími á að fara að hugsa?

 http://www.skogur.is/media/utgafa/Arsrit_SR_2011_lores.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband