Úr öskunni í eldinn

Það er líklega komið að þeim þröskuld sem margir óttuðust eða eigum við að segja bjargbrún, innistæðurnar eru búnar, viðbótarsparnaðurinn búinn og allir lánamöguleikar full nýttir.

Framundan virðist vera endurtekning sögunnar, sú kynslóð sem nú er farinn eða við það að fara af vinnumarkaði man þá tíma er fjölskyldum var sundrað vegna fátæktar.

Ný ríkisstjórn hefur fellt grímuna og ræðst á þá sem eru veikastir fyrir en mokar undir hástéttina sem byggð hefur verið upp frá lokum landhelgisstríða, hér er verið að kljúfa þjóð í herðar niður eftir efnahag og rjúfa friðinn sem ríkt hefur í yfir 600 ár.

Græðgi, siðblinda og óheiðarleiki hefur talist til mannkosta undanfarna áratugi ef eignasöfnun fylgir, skúrkar hafa verið kallaðir býsnesmenn og fjármálaspekingar í aðdáun og mærðir í fjölmiðlum.

Hinir eru flestir venjulegir “aumingjar“ sem nenna eða kunna ekki að stela undan skatti, stofna nýjar kennitölur eða almennt að safna að sér eigum. Fólk sem skemmt var í uppeldinu með hlutum eins og samkennd, samviskusemi, heiðarleika og öðrum gagnslausum mannkostum fyrir viðskiptalífið, og er meðhöndlað sem ekkert annað en skattstofn og vinnuafl fyrir ríki, bæ og atvinnulífið.

Það hefur oft vakið undrun mína hvað margir atvinnurekendur tala niður til fólks og lítilsvirða í einkasamtölum, eru í raun falskir sem snákar þó finna megi fágæta mennska gullmola þar inn á milli. Það hefur oft vakið undrun mína hvað margir forkólfar stéttafélaga virðast uppteknir af því að ná félagsgjöldum og sæti í stjórn lífeyrissjóðs frekar en hag félagsmanna, enda eru félöginn búin að skipta verkafólki á milli sýn eftir starfsheitum eins og hverju öðru tekjugefandi sauðfé.

Nýja ríkisstjórnin vakti vonir með loforðum um skuldaniðurfellingar en nú er blekkingarþokan að svífa burt og maður fær svörin við spurningunum sem vöknuðu um fjármögnun niðurfellingarinnar sem og aukins fjármagns inn í heilbrigðismálin, Skerða á vaxtabætur, skerða á barnabætur, leggja á aukin þjónustugjöld á sjúklinga, gamalmenni og öryrkja.

Skattaniðurfellingar og gjafakvóti er gefið sem ábót á miljarða afskriftir skulda til nýju hástéttarinnar en hin nýja og stækkandi stétt öreyga getur étið það sem úti frýs.

Við getum farið úr landi, en það er sem uppgjöf og sem verðlaun fyrir yfirganginn.

Við getum beðið fram að næstu alþingiskosningum og skipt þá um stjórnvöld.

Við getum sparkað hressilega í fjórflokkinn með því að henda út öllu flokksliði í næstu sveitarstjórnarkosningum.

http://en.wikipedia.org/wiki/Molotov_cocktail

(Tengill er settur inn sem ámynning um hvernig getur farið en ekki sem hvatning)

Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.


mbl.is Aldrei fleiri aðstoðarbeiðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband