Föstudagur, 21. mars 2014
Frið elskandi Íslands gröf
Hið friðsama lýðræðis elskandi Ísland hefur mörg andlit.
Yfirgnæfandi meirihluti íbúa á Krímskaga hefur kosið í íbúakosningu að sameinast Rússlandi og því er lýst sem ólöglegu athæfi.
Sjálfskipuð byltingastjórn rænir völdum með ofbeldi og semur svo fyrir hönd þjóðar án þess að hafa fengið neitt umboð frá þjóðinni, það er gott og löglegt.
Utanríkisráðherra Íslands skottast á staðin til að styðja valdaræningjana sem ásakaðir hafa verið um að láta leyniskyttur skjóta á báða hópa til að egna þeim saman er völdum var rænt.
Samstarfssamningur við ESB og gas réttlætir valdaránið.
Við lærðum ekkert af Írak er það ?
Draumurinn um að héðan hljómi rödd friðar og sátta, um að hér sé að finna þann griðastað þar sem deiluaðilar geta rætt saman hefur verið jarðsungin af fulltrúum Framsóknarflokks.
Er ekki nóg að virðing Alþingis hefur verið dreginn í svaðið, á nú að bæta um betur og draga orðstír þjóðar endanlega niður í áróðurs forina.
Fyrst kom Halldór Ásgrímsson og gróf þessum draum gröf fyrir olíu í Írak og Líbýu, nú kemur Gunnar Bragi Sveinsson til að moka yfir drauminn fyrir ESB gas frá Úkraínu.
ESB semur um samstarf við Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.