Fimmtudagur, 1. maí 2014
Láglaunalögreglan fagnar
Til hamingju með daginn góðir landsmenn.
Í tilefni af degi verkalýðsins munu hin ýmsu félög láglaunalögreglunnar standa fyrir hátíðarhöldum þar sem digurbarkalega verður talað að venju en ekkert gert.
Hér er slóðin að vef ASÍ með upptalningu á dagskrá víð um land: http://www.asi.is/um-asi/utgafa/frettasafn/frett/2014/04/30/hatidarholdin-1-mai
Enn einu sinni hefur hið "ábyrga" ASÍ staðið að láglaunasamningum fyrir hönd þeirra sem bágust hafa kjör og má segja að Samtök atvinnulífsins eigi ASÍ mikið að þakka, án aðstoðar ASÍ láglaunalögreglunnar gætu aðrar starfsstéttir og "Elíta" samfélagsins ekki veitt sér veglega kaupauka og tuga prósenta launabætur.
Án ASÍ og aðildarfélaga gætu hinir "Réttu" ekki setið með í stjórnum lífeyrissjóðanna á ofurlaunum og keypt fyrir miljarða hlutabréf af hverjum öðrum eða komist upp með að tapa miljarðatugum af annarra eigum, gott er að vera í góðum félagsskap og ekki skemma sameiginlegir hagsmunir.
Það er nefnilega margt líkt með atvinnurekendum sem lifa á að selja fólki vörur eða væntingar, og stéttarfélögum eða réttara sagt verkalýðsrekendum sem lifa á félagsgjöldum félaga og væntingasölu.
Ég óska landsmönnum þess að nýtt stéttarfélag rísi, þvert á hagsmuni flokka og faglega rekið til heilla fyrir félagsmenn.
Hátíðarhöld í 31 sveitarfélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
MAYDAY - SOS - MAYDAY
Enn eru björgunarsveitir, þyrlur landhelgisgæslunnar og löggæslumenn auk tugþúsunda sjálfboðaliða að leita skjaldborgarinnar sem átti að koma í upphafi þessa quadrennium horribilis, en því miður verð ég að hryggja lesendur hér að hún hefur eigi fundist.
Nú er búið að óska eftir aðstoð NATÓ - að það sjái til þess að allir kafbátar aðildarríkjanna verði sendir landið um kring til að vita hvort hún hafi hafnað á hafsbotninum einhvers staðar - því menn trúa nú ekki öðru en að einhvers staðar sé hún niður komin blessunin. Skjaldborginni var lofað með hátíðlegum og margítrekuðum hætti, eftir ákveðna helgi, ákveðna stórhátíð og mánuð. Menn gleymdu kannski að hlusta eftir því hvaða ár var átt við ?
En kafbátafloti NATÓ hlýtur að finna hana. Ef það gerist ekki þá er búið að senda fyrirspurn til NASA til að vita hvort eitthvert geimfar frá Canaveralhöfða hafi óvart krækt í skjaldborgina með einhverjum hætti. Hafi það ekki verið raunin þá verður óskað eftir því að öll geimför sem eftir eiga að fara á rúntinn verði beðin um að svipast um í geimnum eftir skjaldborginni og sömuleiðis að öllum stjórnendum geimsjónauka vítt og breitt verða beðnir að svipast um eftir henni sem og jeppakrílið sem ekur um á yfirborði Mars.
Hafi einhver upplýsingar um ferðir skjaldborgarinnar eða staðsetningu hennar er sá hinn sami beðinn um að láta vita hjá löggæslunni í 112 eða hjá NATÓ í shapepao@shape.nato.int eða NASA í 001 202 358-0000. Helst að gefa upp GPS hnit ef þess er nokkur kostur.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.5.2014 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.