Þriðjudagur, 6. maí 2014
Að tapa vísvitandi miljörðum
Hvers virði er starfsreynslan er upp er staðið.
Viðvarandi æsku og skjaladýrkun undanfarinna áratuga virkar sem trúarbrögð frekar en skinsemi er horft er á hvaða verðmæti að baki liggja fyrir atvinnulífið.
Regluleg laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 402 þúsund krónur að meðaltali árið 2012, ef við gefum okkur að við séum 20% af vinnutímanum að læra að fást við verkefni og nýja hluti fara um 80.000 krónur á mánuði hverjum í þjálfun og námskostnað starfsmanns.
Þetta gerir 964.800 á ári sem vinnuveitandinn hefur fjárfest í starfsreynslu viðkomandi starfsmanns.
Starfsmaður sem fer á milli margra vinnustaða er stöðugt að takast á við nýjar aðstæður og fjárfesting í starfsreynslu byggist upp, töluvert af þessari fjárfestingu skilar sér inn á vinnustaðinn eftir því sem starfsmaðurinn miðlar af sinni reynslu og þekkingu til samstarfsmanna.
Er kemur að verkfræði og öðrum þekkingariðnaði er að vísu mun minna um þessa miðlun þekkingar á milli samstarfsmanna að ræða, þar sem andrúmsloftið einkennist frekar af samkeppni en samstarfi.
Á þekkingarsviðinu er starfsreynsla einnig mun kostnaðarsamari sökum hærri launa en starfsmenn hafa einnig sjálfir fjárfest mikið í eigin menntun sem má skoða sem meðlag við ráðningu.
Ef við höldum okkur við mánaðarlega 80.000 krónu fjárfestinguna í meðalstarfsmanninum þá eru atvinnulífið búið að fjárfesta fyrir 9.648.000 krónur í hverjum einstakling eftir 10 ára starf og upphæðin er komin í 28.944.400 er viðkomandi fer yfir töfra aldurinn 50 ár, og jafnvel 30.000.000 ef starfsmaður byrjaði ungur á vinnumarkaði.
Nú bregður svo við að er fjárfestingin fer yfir þennan 30.000.000 krónu múr við lífaldurinn 50 ár, þá virðast flestir vinnuveitendur hætta að átta sig á þeim vermætum sem þeim eru að bjóðast. Atvinnulífið virðist að stærstum hluta trúa því, að með því að henda þessari fjárfestingu myndist bættur hagur í unglegri ásýnd og frískari ímynd.
Bankarnir okkar voru einkavæddir og og fengu unglegri ásýnd og frískari ímynd sem einkennist af reynsluleysi og oftrú á eigin getu.
Gráður ekki ávísun á störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.