Sala væntinga

Það er stöðugt talað um að verið sé að finna leiðir til að lækna fólk, þar liggur stóra blekkingin.

Erlendur framleiðandi og sölufyrirtæki lyfja stendur að baki og á Íslenska erfðagreiningu, iðnfyrirtæki eru ekki að lækna fólk heldur eru þau að framleiða söluvöru sem haldið er að læknum og fólki en sum hver lyfin eru algerlega gagnlaus eins og nýleg dæmi eru til um.

Það eru læknar en ekki iðnfyrirtæki sem starfa við að lækna fólk.

Vilji fólk gefa erlendum lyfjarisa lífsýni er það bara einkamál hvers og eins, en mér finnst rangt að sigla undir fölsku flaggi og spila á tilfinningar fólks með því að tala um lækningar og beita jákvæðri ímynd björgunarsveitanna.

Orðstír björgunarsveitanna er orðin nokkuð aurugur eftir að bílaleigurnar hófu að nota þær til að klaga erlenda ferðmenn en lengi hafa opinberir aðilar notað sveitirnar sem ódýrt vinnuafl í í ýmiss störf.

Nú  er þeim beitt fyrir vagninn af erlendum lyfjarisa og ég óttast að hægt og bítandi sé verið sé að nánast eyðileggja sjálfboðið starf.

Þrátt fyrir þetta ætla ég mér að taka þátt, það skapast störf hér á Íslandi og björgunarsveitirnar fá fé. Áhyggjur af misnotkun upplýsingana skipta líka orðið litlu, því tími okkar virðist fljótlega liðin miðað við óbreytta hegðun mannkyns

 


mbl.is Grafið sé undan trausti á vísindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband