Föstudagur, 16. maí 2014
Að eyðileggja Íslenskt fjölskyldusamfélag
Við erum að ná þessu, að eyðileggja Íslenskt fjölskyldusamfélag og hafa þetta "eins og víða erlendis" sem er víst stefnan hjá fólk sem vill breyta samfélaginu yfir í alþjóðlegt og leggur fæð á allt sem kalla má föðurlandsást eða rætur.
Hættum að framkvæma copy-paste upptöku laga og reglugerða EES án umræðu, setjum stefnuna á bæði lagalegt og efnahagslegt jafnræði allra Íslendinga.
Bindum með lögum að lágmarkslaun og bætur miðist við neysluviðmið Velferðaráðuneytis
https://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/
" Í skýrslu Rauða krossins nú kemur einnig fram að stéttaskipting sé meiri í íslensku samfélagi en fyrir áratug, og misskipting lífsgæða hafi aukist. Fleiri njóta framfærslustyrks sveitarfélaga en áður, 9% landsmanna eru undir fátækramörkum og 13% til viðbótar eiga á hættu að verða fátækir beri eitthvað út af eða aðstæður breytast.
Þannig hafi fjöldi fólks ekki efni á heilbrigðis- eða tannlæknaþjónustu fyrir sig og börn sín og verði að velja milli hvaða reikninga skal borga við mánaðamót. Þetta er einnig í samræmi við samantektir Rauðakrossfélaga í Evrópu sem benda til að mjög fjölgi í hópi nýfátækra og að þeir fátæku verði fátækari."
Vaxandi stéttaskipting á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
Athugasemdir
Á hvern hátt hafa lög og reglugerðir EES aukið hér stéttaskiptingu?
Sigurður M Grétarsson, 29.5.2014 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.