Ný leið í þróunaraðstoð

Íslendingar eiga að fara nýja leið, við eigum að flytja til fólksins þekkinguna til að það geti bjargað sér sjálft og til að nýta auðlindir sýnar, byggja upp menntakerfi og byggja upp heilsugæslu.

Við gætum gert þetta með því að greiða námskostnað lokaársnemenda í háskólum Íslands gegn því að nemendur fari til þeirra landa sem fá okkar þróunaraðstoð til að miðla af sinni þekkingu með árs dvöl við kennslu.

Þannig hjálpuðum við í raun í stað þess að nýta sér örvæntingu til að þröngva upp á börn trú eða skapa svokölluðum "hjálparstarfsmönnum" vinnu.

Að flytja til Íslands örfáa flóttamenn til að stjórnmálamenn og „hjálparsamtök“ geti fengið fjölmiðlaumfjöllun út á neyð þeirra er til skammar, flutningskostnaðurinn einn og sér étur upp framfærslu fyrir tugi annarra fjölskyldna sem eftir sitja og fjölskyldu sem félagstengsl eru rofinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband