Opinber blessaður nýrasismi

Við fordæmdum Apartheid stefnuna í Suður Afríku á sýnum tíma og einnig aðskilnað Kynja mismununannarstaðar í heiminum, en hræsnin hefur löngum verið Íslendingum kær.

Sjálf rekum við opinbera aðskilnaðarstefnu, að vísu ekki flokkun eftir húðlit heldur kyni.

Manneskjur með kynfæri kvenna hafa forgang og njóta forréttinda umfram manneskjur með kynfæri karla, sjálfur sé ég engan mun á þessu eða flokkun eftir húðlit, trú, uppruna eða öðru því sem notað er til að réttlæta mismuna á milli manna í pólitískum rétttrúnaði.

Þetta ósamræmi við stjórnarskrá lýðveldisins er réttlætt með vísan til laga sem Alþingi samþykkti þvert á stjórnarskrá, og ég sem hélt að breytingar á stjórnarskrá væri ekki hægt að framkvæma án samþykkis í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Er það kannski svo, og hvað þá?

Mismunun eftir kynfærum hefst í leikskóla og nær til grafar og er sem önnur mismunun byggð á pólitískum rétttrúnaði,sem dæmi má nefna Hjallastefnuna sem byggist á tilfinningalegum fullyrðingum fólks með titla í stað faglegar rekjanlegra rannsókna og þessum lánatryggingasjóði sem velur sér viðskiptavini út frá kynfærum og svo þykist þessi banki vera faglegur.

Þá mætti nefna lagalega þvingaða stjórnarsetu í stjórnum stofnana og fyrirtækja út frá gerð kynfæra, ekki að stofnendur eða stærstu hluthafar þessara fyrirtækja hafi valið hæfustu einstaklingana til að stýra þeim heldur vegna pólitísks rétttrúnaðar á Alþingi sem ekki virðist ráða við eigið hlutverk

Það er fullt af konum og körlum sem eru hæf til að stýra eða sitja í stjórnum fyrirtækja og hafa margir ýmist stofnað fyrirtæki og eða verið valdir út frá getu og hæfileikum, en nú sitja konur undir því að þær séu ekki valdar vegna eigin verðleika heldur kynfærum.

Sjálfur á ég dætur sem ég hef mikla trú á, sökum þeirra eigin verðleika og getu.

Vonandi þurfa þær ekki að upplifa þá vantrú á eigin verleika sem hin opinbera kynjamismunun veldur, en það verður hlutverk þeirra kynslóðar að taka afleiðingum þessarar stefnu.

Vantraustið, samskiptagjáin og sundrungin sem er ávöxtur þessa rétttrúnaðar mun valda bakslagi í jafnréttisbaráttu kvenna eins og öll mismunun hefur gert í gegn um tíðina.

Börnin okkar temja sér það sem við gerum en ekki það sem við segjum, vilji konur ná alvöru jafnrétti er rétt að þær einbeiti sér í samvinnu við karla að fyrstu æviárum barnanna í stað þess að valda samfélagslegu tjóni með vanhugsuðum rétttrúnaði.

Það gleymist oft og líklega viljandi, að öflugustu stuðnings og athafnamenn jafnréttis hafa í gegn um tíðina verið karlar.

Er það svo að til að greiða fyrir fjármögnun í fyrirtækjarekstri sé kynskiptiaðgerð að vera álitlegur kostur til að uppfylla kröfur hins "faglega" banka


mbl.is Lánar bara fyrirtækjum kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband