Fimmtudagur, 19. febrúar 2015
Að framleiða verksmiðjustarfsmenn
Svo mikil er ánægjan með Alcoa í Fjarðabyggð að verið er að ljúka við aðlögun á skólakerfinu að þörfum fyrirtækisins, allt frá leikskólastigi og upp úr.
Aldrei hefði maður trúað því að heilt sveitarfélag liti á íbúa sem framtíðar verksmiðjustarfsmenn og tæki að sér að ala þá upp í gegn um menntakerfið, til samræmis við þarfir einstaka fyrirtækja.
Fyrirtækja sem með klækjabrögðum koma sér hjá skattgreiðslum og starfrækja svo öfluga styrktarúthlutun í samfélaginu til að smyrja hjól velvildar, það er enginn að kalla þetta mútugreiðslur en talað er um "samfélagslega ábyrgð" hjá þeim skattlausu.
Svo mörg eru eggin orðinn í sömu körfunni að ef Alcoa lokaði verksmiðjunni á Reyðafirði, yrði samfélagsleg hrun í Fjarðabyggð.
Er það ákjósanleg staða?
Samkvæmt umfjöllun Kastljós hefur Alcoa á Íslandi ekki greitt krónu í tekjuskatt síðan 2003 og á þar að auki inneign á móti sköttum næstu ára.
Ekkert hægt að gera við Alcoa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Facebook