Laugardagur, 7. apríl 2007
Rétthugsun og stofnanavæðing kynslóðar
Hlustaði á mjög áhugavert viðtal á RÚV um daginn, var rætt við kennara í Háskólanum.
Hann lagði til að við lokuðum skólastofnunum og færum að kenna nemendum á skilvirkan hátt, einnig að við lokuðum dagheimilum og færum að hugsa um börnin okkar og elska.
Mér fannst ég finna skoðana bróður og skynsama manneskju með hjartað á réttum stað.
Við þurfum bara að hafa prófmiðstöðvar til að votta þekkingu og reynslu einstaklingsins, það er vel hægt að kenna með fjarkennslu og leifa nemendum að stýra sýnu námi sjálfir í gegn um netkennslu. Það væri hægt að leifa nemendum að læra, miðað við getu og þroska hvers einstaklings. Sumir færu hratt yfir en aðrir hægar um tíma, allt eftir getu og vilja til náms.
Við erum ólík og einstaklings bundið nám gæti flýtt fyrir þroska og aukið námshraða.
Þá væri líka hægt að leifa einstaklingnum að læra á sýnu áhugasvið og við fengjum fjölbreytta flóru sérmenntaðra einstaklinga sem gæfi allri nýsköpun og frjálsri hugsun nýtt líf.
Að þykjast hafa vit á að stjórna allri þekkingunni er mesti hrokinn og mesta fáfræðin.
Skólar og dagheimili eru ekkert annað en starfsmannastofnanir ríkis og sveitarfélaga, þarna er öllum einstaklingum landsins troðið inn með lagaboði, og þeim kennt að hugsa í kassa formi, af starfsmönnum sem eiga í sífelldum kjaradeilum og finnst nemendur vera agavandamál.
Til dæmis má nefna ábendingar frá mörgum stærðfræði kennurum, um að nemendur sem þvingaðir séu til að fylgja aðferðafræði, en ekki leift að nota þá aðferð sem þeir vilja og geta rökstutt, skilji ekki í raun stærðfræði. Það er útkoman sem skiptir máli, en ekki endilega aðferðin.
Það má ekki festa nemandann í huga fötlun kennarans, heldur á að hjálpa honum til að opna eigin huga.
Kannski er þarna ein skýringin á því hvað fáir Háskólamenntaðir einstaklingar stofna til eigin rekstrar, en eru samt tilbúnir til að taka við rekstri annarra.
Skoðið hvaða einstaklingar það eru sem stofnað hafa fyrirtæki á Íslandi, og voru undirstaða atvinnulífs og núverandi velferðar.
Þessi stefna að ala alla upp í kössum er smá saman að draga þessa þjóð niður á skelfilega braut, við erum búin að troða börnunum inn á dagheimili þar sem kassahugsunin er ráðandi, við troðum eldri börnum og unglingum í skólastofnanir þar sem kassahugsuninni er viðhaldið og hvetjum svo unglingana til að fara í Háskóla og útskrifast þaðan með staðlaða rökrétta kassahugsun. Ofan í þetta allt saman höfum við svo troðið eldri kynslóðinni inn á elliheimili, og rofið tengslin á milli kynslóðana.
Sú kynslóð sem hefur mesta þekkingu byggða á reynslu, er látin daga uppi á stofnunum. Ef einhver færi nú að reikna út hvað margir miljarðar af þekkingu eru settir þannig á stofnanir, myndi mörgum blöskra.
Ég spái því að komandi kynslóðir munu horfa á okkur sömu augum og við horfum á tímabil galdraofsóknanna, þegar frjáls hugsun og allar nýjungar voru álitnar saknæmt athæfi.
Hef raunar oft velt fyrir mér hvort stofnanavæðingin sé ekki aðal undirstaða pólitískrar rétthugsunar, Kassahugsunin ásamt einsleitum síbylju boðskap fjölmiðla er það sem mótar fjöldann eins og Bandaríki norður Ameríku eru gleggsta dæmið um, og jafnframt skelfilegasta lifandi dæmið, um afleiðingar kassahugsunar, eða á frekar að kalla þetta fyrirbæri pólitíska rétthugsun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.