Hreindýrin okkar, fórnarlömb "framfara"

IMG_5721Fór í bíltúr áðan, varð að stoppa við bæinn Mýnes, ca 5 km frá Egilsstöðum vegna 50-100 dýra hjarðar hreindýra á miðjum vegi.

Falleg hreindýrin, leitt að það þurfi að skjóta niður hjarðirnar vegna Hálslóns (Kárahnjúkastíflur).

En þetta er eina leiðin til að fækka dýrunum, með því að auka kvótann meira og meira. Þetta eru einu hjarðirnar á Íslandi, það er búið að útrýma þeim í öllum öðrum landshlutum.

2002 voru skotin 574 dýr. 2003 voru skotin 800 dýr. 2004 voru skotin 800 dýr. 2005 voru skotin 800 Dýr. 2006 voru skotin 909 dýr og núna 2007 á að skjóta niður 1.137 hreindýr.

Framkvæmdin gengur vel, heimamenn fá greiðslur sem veiðieftirlitsmenn og efnameiri einstaklingar samfélagsins og erlendir gestir fá að skjóta niður hreindýr, og engin andmælir fjöldadrápinu.

Þannig helst þokkalegur friður á meðan hjarðirnar eru skotnar niður eins og lömb í sláturhúsi.

Lét fylgja myndir með af fórnalömbum "framfarana".Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég leita alltaf að þeim þegar ég keyri austur, tignarleg dýr frjáls í íslenskri náttúru. Mér skilst að stofninum sé haldið í 3000 dýrum hvernig svo sem sú tala er fengin og fjöldi þeirra dýra sem má veiða í samræmi við þetta. Það sé ástæðan fyrir því að það má veiða fleiri dýr en ekki til þess að rýmka fyrir miðlunarlóninu. Er þetta rétt? Veistu hvernig talan 3000 dýr er fengin og hvort fólki finnst það "ákjósanlegur" fjöldi?

ps. takk fyrir athugasemdirnar um myndirnar mínar, mér þótti vænt um þær.

Lára Stefánsdóttir, 10.4.2007 kl. 01:35

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hef aldrei heyrt neinn rökstuðning fyrir tölunum, en breitt hegðun dýrana og aukin ásókn í veiðileyfi hefur verið sterkur hvati til aukinnar veiði.

Það er ekkert sérlega opin stjórnsýslan, og smákóngaveldi ríkjandi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2007 kl. 06:27

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

"ákjósanlegur" veiddur fjöldi dýra er að mati veiðieftirlitsmanna, sem hafa miklar tekjur af þessu aldrei nægjanlegur.

"ákjósanlegur" veiddur fjöldi dýra er að mati skógarbænda er ekki nægjanlegur.

"ákjósanlegur" veiddur fjöldi dýra er að mati almennings ?

Erum við ekki alltaf bundin við mat starfsmanna ríkisins á stofninum, almenningur hefur enga möguleika á að meta stofn.

Magnið er ákveðið undir stjórn sömu stofnunar og fjármagnar vinnu sérfræðinga, sem veita ráðgjöfina og eru því háðir viðkomandi stofnun, auk þess sem nálægðin er ekki traustvekjandi.

Held því ekki fram að fræðingarnir séu ekki heiðarlegir, en held því fram að stjórnsýslan sé of pólitísk, skemmd og of nálægt viðfangsefninu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2007 kl. 06:47

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fyrirgefið prentvilluna en það vantar ó á undan orðinu heiðarlegir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband