Mánudagur, 30. apríl 2007
Skelfdur
Ég er óttaslegin
Aldrei fyrr hef ég fundið svona nagandi kvíða og óvissu heltaka mig
Ótti minn eykst því nær sem dregur að kosningadegi.
Ástæða þessa ótta er sú að ég er farin að hallast svo mikið til vinstri, ef ég hrasa í kjörklefanum og kýs vinstri græna, mun Ísland færast aftur til forneskju og alræðishyggju.
Ég bara verð að finna annan flokk til að kjósa, en það er ekkert annað val nema skila auðu.
Valið er:
Rasismi hins einna máls flokks Frjálslinda.
Tilfinningastefna Íslandsflokks hina ráðalausu.
Spillingar saga Framsóknarflokks og landsbyggðar eyðing.
Græðgivæðing og samfélagssala Sjálfgræðisflokks.
Framboð eldri og öryrkja, sem gleymdu nánast framboðinu og stefnunni.
Og svo Vinstri Grænir, sem finnst þeir þurfa að hafa vit fyrir öllum hinum.
Ég virði þetta fólk og þeirra skoðanir en finn mér bara ekki samastað. Mig langar svo að finna flokk sem vill bara láta fólkið í friði, flokk sem vill hafa gott félags og heilbrigðiskerfi í öruggu samfélagi, en leifa fólki að hugsa og framkvæma sjálft innan þess ramma að það skaði ekki aðra.
Sennilega er þetta bara draumsýn?.
Eða er einhver með svarið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er útbreyddur misskilningur kæri bloggvinur að VG vilji hafa vit fyrir fólki. Hræðsluáróður íhaldsins hefur skotið rótum víða
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 16:17
Ji hvað er að mér, ég meinti úrbreiddur ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 16:17
Samfylkingin er góður kostur.
Anna Einarsdóttir, 30.4.2007 kl. 22:48
Samfylkingin vill afsala fullveldinu til ESB, og það get ég ekki samþykkt.
Fyrir mér eru öll slík áform landráð.
Annars myndi ég kjósa þann flokk.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.4.2007 kl. 22:56
Ég skil vel þetta sjónarmið. Er sjálf alveg rosa mikill íslendingur. Var hins vegar á fundi með Jóni Baldvini í vikunni og hann útskýrði heimsmyndina á þann hátt að ég sé enga aðra "góða" leið fyrir stórskuldugar fjölskyldur og fyrir fyrirtæki sem ekki geta einu sinni gert almennilegar áætlanir því krónan sveiflast svo mikið, aðra en að ganga í ESB og taka upp evruna. Enda er maður kannski bara hræddur við breytingarnar - þegar maður ætti að vera hræddari við að gera ekki neitt. En annars bendi ég þér á að lesa þær greinar sem þú kemst yfir eftir Jón Baldvin. Sérlega greindur maður og víðsýnn.
Anna Einarsdóttir, 30.4.2007 kl. 23:52
Og mér liggur aðeins meira á hjarta: Samfylkingin vill að sjálfsögðu láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi aðild að ESB....en fyrst þarf að undirbúa jarðveginn þannig að við séum einfaldlega tæk til inngöngu...... erum það ekki í dag vegna efnahagsástands...... þannig að ef þú ert sammála jafnaðarstefnunni...... þá ætti valið að vera auðvelt...... finnst mér
Anna Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 00:29
Ég fórna ekki fullveldinu svo örfá fyrirtæki geti auðveldað sér reksturinn, þau geta bara flutt sjálfan sig til ESB.
Ég lít svo á að Ísland sé einstök eyja í Atlandshafi með gríðarleg tækifæri fyrir okkur og líka komandi kynslóðir. Mín skylda er að taka þátt í að byggja hér gott friðsælt samfélag, sem virðir rétt allra til lífs og leiks.
Mín eða næsta kynslóð, hefur engan rétt til að gefa frá sér framtíðina, vegna stundargróða hinna fáu hugmyndasnauðu, feitu og lötu einstaklinga, sem vilja láta ESB hugsa fyrir sig, og eru sáttir við Ísland sem þungaiðnaðar nýlendu ESB.
Þó bókhaldarinn Halldór Ásgrímsson og menntaskólakennarinn Jón Baldvin Hannibalsson séu æstir í að standa við glugga hirðarinnar í Brussel og horfa á hirðina borða sætabrauð, vonandi að þeir fái notið uppsópsins eftir veislurnar, þá mun ég aldrei standa með þeim þar.
Ég er bara einn hinna fjölmörgu sem voru á varðskipunum í þorskastríðum, og töldum sig vera að berjast fyrir framtíðinni. Hún var svo kvótakóngum gefin af þessum sömu mönnum, sem líka vilja einkavinavæða orkuöflunina, og við inngöngu í ESB væri svo hægt að selja þessar "eignir", sem í mínum huga eru ekkert annað en þýfi.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.5.2007 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.