Jafnrétti kynjanna er viðhorfsvandi kvenna.

 

Jafnrétti kynjanna er uppeldisatriði að mestu leiti.203818jgvzm2c52b

Í þá áratugi sem ég hef unnið við að stjórna fólki, hefur það verið eylíf barátta að fá stúlkur til að takast á við "stráka störf".

Þegar þær svo fást til þess, og finna hvað þær geta þetta auðveldlega, er oft eins og þær rétti úr bakinu og hækki um nokkra sentímetra, við staðfestinguna á eigin getu.

Þessi vanmetakennd á eigin getu og bæld sjálfsvirðing, virðist líka hindra konur í að biðja um betri starfskjör og eða krefjast sömu launa og karlmenn.

Stundum hefur mig langað til að taka um axlirnar á þeim og hrista, til að vekja þær af þessum þyrnirósasvefn, og fá þær til að svara fyrir sig fullum hálsi, en ekki bara líta niður þegar freklega er gengið á þeirra rétt og virðingu.

 

Persónulega finnst mér jafnréttið vera eigið viðhorfsvandamál kvenna, því uppeldis og kennslustörf eru að mestu leiti unnin af konum, og þar fer hugafars mótunin að mestu fram.

Konur verða því að fara að snúa sér að kjarna vandans, en ekki eyða endalaust tíma í að saka karlmenn um það að gera það sem mæður þeirra og ömmur kenndu þeim í uppeldinu.

Drengir eru hvattir til dáða og djarfra aðgerða frá blautu barnsbeini, en stúlkum er uppálagt að hjálpa við heimilisverkin og vera prúðar og fínar.

Þær eru svo gangandi fórnalömb fyrir samviskulausa svikahrappa hins mikla tísku og snyrtivöruiðnaðar, því þær eiga að vera svo fínar.

 

Margar konur eyða miklum fjármunum í fín föt og snyrtivörur, sem jafnvel eru heilsu þeirra skaðlegar, og svo ekki sé talað um háhælaða skó, hvernig er bakið á þessum konum annars.

Auglýsingastofur heimsins sjá svo um að telja þessum fallegu verum, trú um að þær verði að kaupa varalit, maskara, hárlit, morgun, dag og kvöldkrem líka, (þó svo rakin í húðinni komi innan frá, en hver hugsar um það). Svo verða þessar elskur líka að raka sig undir höndunum, vaxa leggina og snyrta skapháralínuna, ekki má sleppa gervinöglum og naglalakkinu eða gleyma öllum ilmefnunum sem þær eiga að ausa á sig, svo þeirra eigin góði ilmur finnist ekki.

Þá er það þessi hafsjó af skrautlegum nærbuxum og brjóstahöldum sem ýmist lyfta eða stækka brjóst, en svo er víst flest af þessu dóti nánast eins og pyntingartæki frá miðöldum, því svo óþægilegt er þetta víst, þá er þessi fatnaður nánast alltaf falin undir öðrum fatnaði.

 

Ég finn til með þessum konum, þær segjast vilja þetta en ég bara get ekki skilið þessa sjálfspyntingarhvöt.

Þið eruð fallegar og frábærar, hættið þessari dellu og verið þið sjálfar stelpur.

Er ekki grunnurinn fyrir þessari sífelldu þörf til að vera fínar og penar skapaður í uppeldinu,

 

Strákarnir meiga vera  grófir og geta líka verið í krumpuðum galla, þeir eru töff action karlar.

Svona njóta þeir æskunnar og aðdáunar hjá mömmu, frænku og ömmu og pabba , en svo kemur dagurinn. Þessi skrítni dagur sem kemur um svipað leiti og við fermumst og röddin dýpkar.

Allt í einu erum við durtar sem göngum á rétt kvenna, bölvuð karlrembusvín og tillitslausir.

Og strákagreyin standa bara þarna og skilja ekki neitt í neinu.

Það er allur þeirra heimur að snúast við, og reglurnar síðan í gær hafa nánast allar umturnast.

Durturinn þarf að fara að vera snyrtipinni og tala um tilfinningar, action maðurinn á að vera mjúkur og gráta jafnvel, en slíkt gerðu bara kellingar hér áður.

Hann á líka að fara að vaxa sig og mála eins og stelpurnar, sulla á sig ilmefnum til að fela liktina af sér og þjóna fyrirtækjum tísku og snyrtivöruiðnaðarins.

 

Vissulega eru til bölvaðir durtar á meðal karlmanna, alveg eins og meðal kvenna, og margt þarf að laga.

En er ekki bara komin tími á að snúa sér að kjarnanum í málinu, uppeldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frábær grein ! 

Veistu ekki af hverju konur mála sig, nota ilmvatn og ganga um á háum hælum ?

Af því að þær eru litlar, ljótar og lykta illa   Grííííín.

Anna Einarsdóttir, 3.5.2007 kl. 23:20

2 identicon

Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana." 

Líkt er um himnaríki og húsbónda einn, sem gekk út árla morguns að ráða verkamenn í víngarð sinn. Hann samdi við verkamennina um denar í daglaun og sendi þá í víngarð sinn. Síðan gekk hann út um dagmál og sá aðra menn standa á torginu iðjulausa. Hann sagði við þá: Farið þér einnig í víngarðinn, og ég mun greiða yður sanngjörn laun. Þeir fóru. Aftur gekk hann út um hádegi og nón og gjörði sem fyrr. Og síðdegis fór hann enn út og sá menn standa þar. Hann spyr þá: Hví hímið þér hér iðjulausir allan daginn? Þeir svara: Enginn hefur ráðið oss. Hann segir við þá: Farið þér einnig í víngarðinn.

Þegar kvöld var komið, sagði eigandi víngarðsins við verkstjóra sinn: Kalla þú á verkamennina og greið þeim kaupið. Þú skalt byrja á þeim síðustu og enda á þeim fyrstu. Nú komu þeir, sem ráðnir voru síðdegis, og fengu hver sinn denar. Þegar þeir fyrstu komu, bjuggust þeir við að fá meira, en fengu sinn denarinn hver. Þeir tóku við honum og fóru að mögla gegn húsbónda sínum. Þeir sögðu: Þessir síðustu hafa unnið aðeins eina stund, og þú gjörir þá jafna oss, er höfum borið hita og þunga dagsins.

Hann sagði þá við einn þeirra: Vinur, ekki gjöri ég þér rangt til, sömdum við ekki um einn denar? Taktu þitt og farðu leiðar þinnar. Ég vil gjalda þessum síðasta eins og þér. Er ég ekki sjálfur fjár míns ráðandi? Eða sérðu ofsjónum yfir því, að ég er góðgjarn?

Þannig verða hinir síðustu fyrstir og hinir fyrstu síðastir. (Mt.20.1-16.)

frelsarinn (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 03:27

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sko, Þorsteinn. Við vitum þetta alveg. Auðvitað er það uppeldið sem þarf að laga en þvi miður er ekki hægt að ala upp annað fólk. Þú misskilur líka þetta með baráttuna gegn körlum. Þetta er ekki barátta gegn körlum heldur barátta gegn einmitt þessu viðhorfi sem þú lýsir hér að ofan. Ég get alið mín eigin börn upp skv. þessu en get ekki skipað öðrum eða fylgst með að þeir geri það sama. Það eru alltaf aðrir að viðhalda gamla munstrinu og þess vegna þarf að setja lög um hlutina til að þvinga hina hægfara til að fylgja þessu eftir.

Hvað varðar kvenímyndina þá tek ég þátt í fæstum af þessum athöfnum sem þú lýsir hér að ofan...  

Laufey Ólafsdóttir, 6.5.2007 kl. 06:13

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flott grein hjá þér og gaman að heyra svona viðhorf frá karlmanni. Hins vegar er það svo að þótt við verðum vissulega að breyta uppeldinu til að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir verðum við líka að kenna gömlum hundum að sitja þótt þeir hafi þegar hlotið sína þjálfun. Þar getum við öll unnið saman.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.5.2007 kl. 20:22

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

frelsarinn (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 03:27

Kæri "Frelsari"

Finnst að þú ættir ekki að skammast þín fyrir sjálfan þig og þína trú eða skoðanir.

Þess vegna áttu að koma fram undir nafni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.5.2007 kl. 18:01

6 identicon

Frábær grein og margt til í þessu, eiginlega bara heilmikið. 'Eg er allavega alveg í þessum kvennaflokki að mörgu leiti. Hef líka unnið á kvennavinnustað og þar er hið ytra oft á tíðum sett ofar hinu innra þegar manneskjan er metin. Jebb, það er bara oft svoleiðis, sorglegt. En það er bara eins og með allt annað. Ef við viljum breyta samfélaginu - byrjum á sálfum okkur. En, guð minn góður hvað við eigum langt í land í jafnréttinu og margir karlmenn með þröngan og ævafornan hugsunarhátt. Það þarf heila kynslóð til að breyta og hvað erum við stödd? kannski hálfnuð?

Ragnhildur (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband