Mánudagur, 1. janúar 2018
Að farga sérstöðu
Á Íslandi virðist ákveðin prósenta landsmanna nánast hata sitt móður eða föðurland, fyrir þessu fólki standa hefðir og siðir sem glóandi rýtingur í síðu og þetta fólk virðist leita allra leiða til að stöðva og afmá sérstöðu okkar sem þjóðar.
Meðal innflytjenda sem hingað koma til að njóta öryggis og friðar virðist svipuð prósenta leggjast á sveif með þessu fólki og vill flytja með sér þá siði og þær hefðir sem urðu þess valdandi að það varð að flýja eigin heimaland.
Við hin sem viljum viðhalda siðum og hefðum sem og okkar sérstöðu og byggja hér áfram upp samfélag sem virðir rétt allra til jákvæðs og uppbyggilegs lífs, munum að sjálfsögðu áfram umbera þessa prósentu mannlífsins sem verður líklega aldrei sátt við líf sitt eða annarra.
Mál og tjáningarfrelsi er ein af undirstöðum samfélagsins og verður vonandi áfram, ég skora samt á fjölmiðla að virða réttindi allra og kynna sjónarmið í réttu hlutfalli við fjölda stuðningsmanna en ekki ýta undir sundrungu né halla á umburðarlindi í formi fræðslu.
ÉG er ekki að tala um ritskoðun en finnst að full mikið sé flutt af neikvæðum og andfélagslegum áróðri frekar en rökstuðningi þeirra sem rífa vilja samfélagið niður, MeTooo er fyrir mér löngu tímabært umfjöllunarefni og jákvætt enda snýst það um að virða aðra og þeirra rétt.
Kynþáttafordómar, trúarfyrirlitning og misskipting gæða er hinsvegar efni sem vert er að kryfja svo samfélagið geti fræðst um rót þessara skoðana og tekið vitræna afstöðu til.
Newsweek fjallar um áramót Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
EnoghisEnough hvað er auðveldara en að gefa þeim sem er að óæskilegar snertingar eða munnsöfnuð að slá manninn/konuna utnaumdir, fólk ætti að prufa það. Það er stórfurðulegt hversu góð áhrif góður kinhestur hefur á sökudólginn.
Með innilegri nýárs kveðju frá Houston
Jóhann Kristinsson, 1.1.2018 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.