Að eiga ekkert erindi

Margir frambjóðendur eru farnir að gefa út digurbarkalegar yfirlýsingar um að tilteknir einstaklingar sem og flokkar séu ekki samstarfshæfir, á slíkt fólk eitthvað erindi í framboð?

Stjórnmál eru samtal einstaklinga með mismunandi skoðanir, einstaklinga sem hafa safnast saman í hóp með fólki sem hefur keimlíkar skoðanir og er sátt saman þó áherslur séu oft ólíkar.

Við gerum öll málamiðlanir á lífsleiðinni eða gerumst einbúar fjarri mannabyggð, frambjóðendur eru að taka að sér að vera líka talsmenn fyrir aðra en bara sjálfan sig.

Allt tal um að ætla ekki að tala við suma er því fyrir mér svona svipað og stimpla sig endanlega út úr stjórnmálum, slíkt fólk á ekkert erindi inn í stjórnmál þar sem fólk ýmist nær saman um málefni með samtali eða verður sammála um að vera ósammála


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband