Sunnudagur, 7. október 2018
Falsaða fólkið
Ein mesta bylting í samskiptum þessarar aldar er vefsvæðið Facebook sem hefur fært fólki aðgengi að gríðarlegu magni upplýsinga sem og opnað fyrir samskipti á milli landa sem þétt raðirnar hjá ættmennum sökum styttri boðleiða og uppfærslna á síðu hvers og eins.
Fjarskildir ættingja og vinir í fjarska eru komnir inn á skjá hjá manni og við fáum að njóta allskonar samskipta í nánast rauntíma sem ekki var mögulegt fyrir tíð vefsvæðanna.
Því miður er verið að eyðileggja þennan vettvang samskipta og tjáningar einstaklinga á margan máta, fjölmiðlar, stjórnmálamenn og fyrirtæki hella inn sýnum "sannleik" sem oftast er efni sem á að móta okkar skoðanir því sjálfstæð upplýsingaöflun er þessum aðilum oftast hættuleg.
Ljótast finnst mér að heyra að ráðningarfyrirtæki og vinnuveitendur séu að njósna um einstaklinga á vefnum og skrítið ef það fellur ekki undir friðhelgi einkalífs sem og persónuvernd því þetta er til dæmis ekkert ólíkt því að skoða atkvæðaseðil í kjörklefa.
Sorglegast finnst mér að fjöldi fólks er með falsaða vefsíðuna sökum þessa og er í raun að blekkja okkur hin, sérstaklega á þetta við um stjórnmálamenn og framapotara sem hanna heimasíðuna út frá þeirri ímynd sem þetta fólk telur að seljist best.
Persónulega treysti ég ekki einstaklingum sem setja svona framhlið upp, það er eitthvað að fela ef svo er og skrítin þörfin fyrir leynd.
Mikið væri nú magnað ef allir kæmu til dyranna eins og þeir eru í stað þess að vera alltaf að leika þann sem viðkomandi vilja að við höldum að þeir séu.
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.