Laugardagur, 22. ágúst 2020
Sameining er miljarðatuga ávinningur
Það sem stendur í vegi fyrir sameiningu á höfuðborgarsvæðinu eru ekki íbúarnir, það eru frekar þessir 23 borgarfulltrúar í Reykjavík, 7 bæjarfulltrúar á Seltjarnarnesi, 9 bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ, 11 bæjarfulltrúar í Garðabæ, 11 bæjarfulltrúar í Hafnarfirði og 11 bæjarfulltrúar í Kópavogi auk margfaldaðs stjórnkerfis með 6 á flest öllum sviðum.
Það eru 72 kjörnir fulltrúar á þessu litla svæði og til dæmis kostar skrifstofa miðlægar stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg 4,6 milljarða samkvæmt fjárhagsáætlun 2019.
Getur fólk gert sér í hugalund hvað margir tugir miljarðar eru að flæða úr vösum okkar skattborgarana í þessa þvælu.
Landstærðir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru:
Reykjavíkborg 277,1 km² að flatarmáli og mannfjöldinn 132.410 (2020).
Kópavogsbær er 83,7 km² og mannfjöldinn 38.1200 (2020).
Hafnarfjarðarbær er 143,3 km² og mannfjöldinn er 29.870 (2020).
Garðabær er 76,7 km² og mannfjöldinn er 17.330 (2020).
Mosfellsbær er 193,7 km² og mannfjöldinn um 12.230 (2020).
Seltjarnarnesbær er 2,3 km² og mannfjöldinn 4.700 (2020).
Kjósarhreppur er 287,7 km² og mannfjöldinn aðeins 250 (2020).
Samtals nær höfuðborgarsvæðið því yfir 1000 km² eða nákvæmlega 1,062 km² sem gerir um 1% af heildarstærð Íslands.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Samgöngur, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.