Sunnudagur, 15. nóvember 2020
Að setja fólk á hausinn aftur
Sóttvarnalækni setur fram tillögur sem miðast við að vernda líf sem flestra og við erum sátt við það.
Ráðherra staðfestir oftast þessar tillögur með lagasetningu og eða reglugerð, stundum er aðgerðir svo harkalegar að rekstur stöðvast hjá því opinbera, fyrirtækjum og einyrkjum.
Til að koma á móts við þetta er verið að greiða úr ríkissjóð styrki og bætur til að rekstur fari ekki í gjaldþrot.
Þó að hjól atvinnulífsins hafi verið stöðvuð með tilskipunum frá ríkisstjórn og engar tekjur myndist þá hætta hjól innheimtuaðila ekki að snúast og fjöldi einyrkja of.l sem bannað hefur verið að afla tekna er neyddur til að éta upp allar eignir og jafnvel sækja um gjaldþrot.
Hvernig væri nú að setja lög sem skilda lánveitendur og aðra til að framlengja greiðslukröfum um jafn marga mánuði og vinna er ekki framkvæmanleg sökum krafna um sóttvarnir þannig að greiðslur færist aftur fyrir á lánum og þannig verði hægt að forða fjöldagjaldþrotum eins og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar lét framkvæma í fjármálkreppunni sem kostaði tug þúsunda Íslendinga heimili sýn og að mestu vegna krafna frá því opinbera sem var Húsnæðismálastjórn
Er enginn hjá því opinbera búinn að læra nokkurn skapaðan hlut
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Heilbrigðismál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.