Útgönguleið

Fólkið í lífi mannsEf við viljum horfa á heildarmyndina og finna sanngjarna leið út úr þessu með t.d því að fjölga þátttakendum á vinnumarkaði þá ætti stytting vinnuvikunnar að vera ofarlega á blaði.

Þá ætti að gefa fólki kost á að hætta á vinnumarkaði fyrr og beina þá greiðslum úr atvinnuleysissjóði inn í eftirlaunakerfið svo rými skapist fyrir yngra fólk á vinnumarkaði.

Þetta myndi ekki bara bæta lífsgæði heldur einnig draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins því mynna yrði um eldri einstaklinga með til dæmis skaddað stoðkerfi vegna of mikils álags.

Förum nú að setja lífsgæði og gleði ofar prentuðum pappír sem kallast peningaseðill og mun ekki fylgja okkur síðasta metrinn

 

mbl.is Atvinnuleysi eykst og atvinnuþátttaka minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband