Sunnudagur, 7. febrúar 2021
Sameinum höfuðborgarsvæðið
Eins og við öll vitum þá eru sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes.
Erfitt er orðið fyrir ókunnuga að átta sig á í hvaða sveitarfélagi fólk er statt þar sem byggðin er orðin það Samfléttuð að í raun er hér um eina borg að ræða.
Íbúafjöldi 1. janúar 2020
Í Reykjavík búa 129.770 og borgarfulltrúar eru 23
Í Kópavogi búa 37.938 og bæjarfulltrúar eru 11
Í Garðabæ búa 14.276 og bæjarfulltrúar eru 11 en laun bæjarfulltrúa 2020 voru 37.397.760 og launatengd gjöld 5.634.787. Laun fyrir nefndarsetu bæjarfulltrúa var 25.670.076 og launatengd gjöld 4.063.336. Þá var kostnaður fyrir aðra sem sátu í nefnd 22.847.136 og launatengd gjöld 3.371.963
Laun bæjarstjóra Garðabæjar eru 2.650.000 á mánuði auk afnota af ökutæki ofl
Í Hafnarfirði búa 29.971 og bæjarfulltrúar eru 11
Í Mosfellsbæ búa 11.734 og bæjarfulltrúar eru 9
Á Seltjarnarnesi búa 4.726 og bæjarfulltrúar eru 7
Þetta eru því 228.415 manns sem búa á þessu svæði með 72 fulltrúa á launum auk varafulltrúa, 6 bæjarstjóra og 1 borgarstjóra
Ofan á þetta stjórnunarbákn kemur 7 falt lag nefnda og 7 falt lag starfsmanna, þetta er kostnaður upp á marga milljarða sem mætti nýta til góðra verka í sameinaðri höfuðborg.
Persónulega sé ég höfuðborgina fyrir mér sem sameiginlegt rekstrarfélag er þjónar íbúum Borgarness og Selfoss auk Suðurnesjanna allra.
Það þarf ekki að breyta heitum hverfa og vel má vera með svæðastjórn til að stytta boðleiðir á milli íbúa og yfirstjórnar, https://reykjavik.is/hverfid-mitt-0 er dæmi um vel heppnaðan samráðsvettvang við íbúa sem mætti útvíkka og láta ná yfir öll hverfi sameinaðrar höfuðborgar, Borganeshverfi, Selfosshverfi, Keflavíkurhverfi, Kópavogshverfi ofl
Hverfin gætu öll komið þarna inn og íbúar haft beina aðkomu að ákvörðunum um sitt nánasta umhverfi.
Sameining er stærsta hagsmunamál almennings á suðvestur horni Íslands en frumkvæði að sameiningu mun ekki koma frá flokkum á Íslandi, sem hafa gríðarlegar tekjur af óbreyttu ástandi því hundruð flokksmanna sitja í launuðum ráðum, stjórnum og nefndum.
Við verðum sjálf að krefjast sameiningar, heimilisbókhaldið krefst þess
Samkvæmt frétt í MBL 20.8.2019 voru tekjuhæstu sveitarstjórnarmenn:
- Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. 2,85 milljónir
- Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. 2,65 milljónir
- Haraldur L. Haraldsson, fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði. 2,49 milljónir
- Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi. 2,39 milljónir
- Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ. 2,35 milljónir
- Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. 2,26 milljónir
- Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. 2,22 milljónir
- Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. 2,16 milljónir
- Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. 2,13 milljónir
- Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 2,08 milljónir
- Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 2,05 milljónir
- Ásgerður Haraldsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. 2,03 milljónir
- Kristinn Andersen, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. 1,96 milljónir
- Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi og skólameistari MK. 1,96 milljónir
- Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. 1,95 milljónir
- Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 1,92 milljónir
Ávinningur skattgreiðenda er gríðarlegur svo ekki sé talað um þann mikla ávinning sem sameining mun hafa varðandi skipulag, sameiginlegan rekstur og félagslegan aðbúnað sem þjónustu við íbúa.
Meginflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Aukaflokkar: Fjármál, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.