Gefum valfrelsi um Jólin

GrindavíkEr þetta ekki bara orðið gott, hvernig væri að hætta þessari endalausu forræðishyggju og leyfa fólki að vera heima hjá sér í Grindavík ef það vill.
Það má vel skipuleggja gott námskeið um viðbrögð við mögulegum atburðum, og leyfa svo fólki að ákveða sjálft hvort það fer heim eða heldur áfram að lifa sem flóttamenn í eigin landi.

Ísland er lifandi land og við getum aldrei verið viss um morgundaginn, þannig hefur það verið og mun verða um komandi aldir. Annað hvort tekur þú því sem hluta af lífinu eða ferð eitthvað annað í leit að stöðugleika.

Það þarf að leyfa Grindvíkingum að fá frið til að vinna úr stöðunni, gefum þeim val um framtíðina á eigin forsendum.
Veitum þann stuðning sem Grindvíkingar vilja og hættum þessari kjánalegu forræðishyggju, gefum þeim sjálfræðið og valfrelsið aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband