Að axla ábyrgð

Þeir sveitarstjórnar menn og konur sem á sínum tíma seldu Hitaveitu Suðurnesja til einkaaðila hljóta að vera stolt í dag.

Salan hefur reynst álíka gæfuspor og þeim sem pissar í skóna sína til að njóta hita í kuldatíð.

Einkaaðilar eru í rekstri til að afla tekna og ráða stjórnendur sem geta kreist sem mestar tekjur til arðgreiðslna á sem stystum tíma, menn sem hola reksturinn innan frá, selja merginn. Svona fyrirtæki enda alltaf sem tómur kassi án getu til að takast á við áföll og fyrirhyggja er oftast enginn því eigendur sjúga fjármagnið út úr fyrirtækinu sem hungraðar blóðsugur.

Oftast eru þetta erlendir fjárfestar sem hafa enga raun tengingu við Íslenskt samfélag og eru reknir áfram af óseðjandi hungrinu, græðginni í fjármuni óháð seinni tíma afleiðingum.

Gullgæsin sem Hitaveita Suðurnesja reyndist, hefur verið slátrað á altari græðginnar og við vitum öll hvaða stjórnmálaflokkur stendur fyrir því að koma öllum verðmætum þjóðarinnar til einkaaðila.

Nú þegar ekki er útlit fyrir arð mun gengið í sameignina og ríkissjóður blóðmjólkaður undir yfirskini almannavarna og þjóðaröryggis því hálf ónýtt Alþingi virðist skorta alla fyrirhyggju.

Við þekkjum þennan hugsanahátt og sjáum í bjargráðum fyrir Grindvíkinga, þar sem fjármálastofnunum verður tryggt allt sitt, en fasteignaeigendur látnir taka tapið.


mbl.is Heitt vatn í eðlilegt horf eftir viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband