Sóun í rekstri ríkisins

Hef aldrei skilið þessa sóun í rekstri ríkisstofnana og sveitarfélaga, það væri líklega mun hagkvæmara að bjóða út og taka í rekstrarleigu bifreiðarflota ríkis og sveitarfélaga sem og bjóða út allan akstur á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Í dag er töluverð reynsla komin á þetta fyrirkomulag og í raun ekkert því til fyrirstöðu að hætta nánast öllum bifreiðakaupum sem og hætta rekstri bifreiðarverkstæða hjá hinu opinbera.

Lagerhald og umsýsla td hjólbarða yrði þá á hendi þess sem annaðist rekstrarleigu og miljarðar þar af leiðandi sparast

Bifreiðarverkstæði, bílaleigur, leigubílastöðvar og leyfishafar hópbifreiða fengju þannig fleiri verkefni og ríkið skatttekjur á móti.

Miljarða fjárfestingar í rekstrarvörum, bifreiðum, húsnæði og fastur launakostnaður hverfur þannig úr opinberum rekstri og atvinnulífið fær aukin tækifæri.


mbl.is Mörg hundruð milljónir í rafmagns lúxusbifreiðar fyrir lögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband