Raunverulegar landvarnir

Mikið er skrifað um landvarnir þessa dagana, ímyndaðar dróna árásir og annan hugaburð.

Ef einhver vitræn umræða ætti sér stað er rétt að benda á að það er frumskilda allra stjórnvalda að tryggja friðinn og framfærslu landsmanna.

Það verður ekki gert með frekari erlendri hersetu sem gerir okkur að skotmörkum.

Að tryggja að matvælaframleiðsla innanlands dugi til að halda lífi í þjóðinni er mikilvægast, að efla landbúnaðinn og henda úreltu hafta kerfi til að auka framleiðslugetuna er forgangsverkefni.

Að fjarlægja tifandi tímasprengjur eins og olíutankana út á Granda og færa upp í Hvalfjörð er mikilvægt öryggismál, enda eru þessir tankar virkilaga freistandi skotmark fyrir dróna.

Orkan og maturinn er undirstaða samfélagsins er innflutningur stöðvast sem og að tryggja innlenda greiðslumiðlun svo við getum keypt orku og matvæli.

Sú staðreynd að við lömumst nánast ef nettengingar við útlönd stöðvast er skelfileg og það að ætla að taka seðla úr umferð bætir ekki ástandið er rafræn viðskipti stöðvast.

Peningasendingar til stríðsrekstrar erlendis er ekki varnarmál heldur ábyrgðarleysi og svik við þjóðina því kosningar snérust aldrei um einkahugsjónir þeirra sem lugu sig inn á þing.1589200


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband