Mánudagur, 11. júní 2007
Kjánaleg vinnubrögð
Hef aldrei skilið þörf lögreglunar fyrir eltingaleiki, ef skráningarnúmer nást á mynd er ofsaakstur vitleysa.
Finnst að lögreglan ætti að hafa meiri samvinnu við Landhelgisgæsluna og nota þyrlurnar, frekar en efna til ofsaaksturs á bifreiðum.
En þetta er vandmeðfarið og ákvarðanir teknar í hita augnabliksins geta verið afdrifaríkar fyrir alla, því er nauðsyn að fjölga úrræðum sem ekki auka á æsing og kappa hjá bæði brotamönnum og lögreglu.
Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði er hann ók aftan á bifreið í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, slæmum eða GÓÐUM. STUNDUM ER LÍKA GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOGG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG og hef ekkert að fela ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA
Efni
Nýjustu færslur
- 29.11.2024 Gott að hafa tölur réttar
- 29.11.2024 Ég borga ekki
- 13.11.2024 Fyrir hönd þjóðar
- 7.9.2024 Ofbeldi talað upp
- 2.9.2024 Ráðist á innviðina
- 30.8.2024 Að sjá ekki
- 4.7.2024 Er lífið svona flókið
- 15.6.2024 Spilling eða viljandi dugleysi
- 24.2.2024 Vitleysingarnir orðnir hræddir
- 22.2.2024 Stattu að baki mér skræfa
- 10.2.2024 Að axla ábyrgð
- 30.1.2024 Hetjurnar hugrökku
- 26.12.2023 Skil vel gyðingahatur
- 8.12.2023 Gefum valfrelsi um Jólin
- 20.11.2023 Kurteisi og virðing
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andrigeir
- annaeinars
- arh
- arinol
- arnim
- askja
- astasvavars
- astromix
- austurlandaegill
- axelthor
- baldvinj
- bellaninja
- bf
- birgitta
- bjarnijonsson
- don
- einarbb
- einarborgari
- eirag
- ekg
- elvira
- eyvi
- framtid
- frjalshyggjufelagid
- fullvalda
- gattin
- gisgis
- gisligislason
- gmaria
- gretarmar
- gthg
- gummih
- hagbardur
- hallarut
- hallibjarna
- hannesgi
- harleyguy
- heimssyn
- hildurhelgas
- himmalingur
- hordurhalldorsson
- hreyfingin
- inhauth
- islandsfengur
- isleifur
- jari
- johannbj
- joiragnars
- jonlindal
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kreppan
- kreppukallinn
- krist
- ludvikludviksson
- lydvarpid
- lydveldi
- maeglika
- malacai
- marinogn
- morgunbladid
- mullis
- nilli
- oddgeire
- pallvil
- photo
- prakkarinn
- ragnar73
- ragnarfreyr
- raksig
- raudurvettvangur
- reginar
- reputo
- reykur
- siggigretar
- siggisig
- sighar
- sigurjonth
- sisi
- sjonsson
- sjoveikur
- skagstrendingur
- skari60
- skulablogg
- solir
- steingerdur
- steinisv
- sunna2
- svarthamar
- tbs
- thjodarsalin
- thorsaari
- tilveran-i-esb
- tofulopp
- toro
- tsiglaugsson
- umbiroy
- utvarpsaga
- valdemar
- vefritid
- venus
- vestskafttenor
- vga
- vidhorf
- zerogirl
- adhdblogg
- arikuld
- ammadagny
- eeelle
- gillimann
- bofs
- gummigisla
- straumar
- gudruntora
- noldrarinn
- truthseeker
- jennystefania
- kristbjorg
- maggiraggi
- sumri
- shhalldor
- vala
- valdimarjohannesson
- ylfamist
- thjodarheidur
- thordisb
Tenglar
Hvatning til dáða
- Ólaf sem forseta 2012-2016 Undirskriftasöfnun á áskorun um framboð Ólafs
- Rödd skynseminnar Er ástæða til að vorkenna sjálfum sér
- Skammta stærðir af mat Ráðgefandi síða um matarkaup og skammtastærðir per einstakling
Mitt líf
- Fortíðarsögur og annað STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, EÐA AÐ GÓÐUM. STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG, TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG, ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA.
Stjórnmál
- ADVICE.is Fróðleikur og rök gegn Icesave 3 Fróðleikur og rök gegn Icesave 3
- Axlið ábyrgð og víkið til að skapa frið Vettvangur þeirra sem krefjast siðbóta og að stjórnmálamenn axli ábyrgð
- Auðlindir hafsins í þjóðareign Heimasíða thjodareign.is
- Nýtt framboð Vettvangur til að kynna skoðanir og ræða um samfélagið okkar
- Völd á Íslandi
- Animal Farm Þekkja ekki allir stjórnarfarið sem við bjuggum við og höfum enn
Tenglar annað
Bloggarar ofl
- Suðurnesjablogg Fortíðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 106204
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef aldrei skilið þörf bifhjólamanna fyrir ofsaakstur og einbeittan brotavilja gagnvart lögum og reglum í umferðinni. Finnst að bifhjólamenn ættu nú að sýna þá skynsemi að leggja ekki eigin líf og annarra í hættu í hita augnabliksins, því eins og reynslan sýnir getur það reynst mjög afdrifaríkt.
Sigrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:23
Ég skil þetta sem þörf almennings en ekki þörf lögreglu. Menn sem keyra svona eru ekki bara sjálfum sér hættulegir heldur einnig umhverfinu og því þarf að reyna að stöðva þá með öllum ráðum áður en þeir valda frekari hættu. Auk þess ef lögregla myndi bara hætta við og gera ekkert í hvert skipti sem menn sinna ekki stöðvunarmerkjum þeirra myndi borgarinn fljótt læra inná það og ekki nokkur maður stöðva... og þá væri alveg eins hægt að afnema bara öll umferðarlög og leyfa mönnum að hafa þetta eins og þeim sjálfum hentar.
nn (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:29
Þótt ég eigi mótorhjól þá er ég algerlega ósammála þér Þorsteinn.
Í fyrsta lagi, margir af þessum vitleysingum sem keyra svona hratt eru með númerin undir brettinu þannig að það er varla hægt að greina númerið þótt þú sért keyrandi á bíl á eftir þeim.
Í öðru lagi, ef lögreglan nær númerinu, þá tekur tíma að finna viðkomandi sem oftast þrætir fyrir að hafa verið að keyra og síðan þarf dómsvaldið að sanna að það hafi verið hann en ekki einhver annar.
Í þriðja lagi, þessir gaurar eru ekki einir á götunum og því þörf á að stöðva þá sem fyrst áður en þeir slasa eða drepa AÐRA. Taktu eftir að bíllinn sem þeir óku á var ekki lögreglubíll heldur venjulegur vegfarandi.
Menn sem keyra svona hratt á mótorhjólum og reyna að stinga lögregluna af í stað þess að taka afleiðingunum gjörða sinna eins og menn eru öllum mótorhjólamönnum til skammar!
Bikerboy (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:43
Auðvitaðhefðu þeir átt að stöðva þegar merki var gefið og sýna meiri þroska. Það eru bara ekki allir svona fullkomnir. Ekki skortir í seinni tíð neitt á heimsku löggæslumanna við þessa eltingaleiki þeirra við meinta ökuníðinga. Þá fyrst er hætta á ferðum. Eru menn búnir að gleyma amerísku drossíunni sem vafðist utan um ljósastaurinn við Kópavogsbrúna í kring um 1972-76 ? Algerlega á ábyrgð löggæslumanna sá dauði. Hættið bíómyndaeltingarleik, hann er mun hættulegri en hann virðist í myndunum og endar alltaf mun verr en þar.
Siggi (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:57
@Sigrún
Nú dettur mér ekki í hug að verja aksturslag mótorhjólamanna sem að keyra svona en hvað með alla þá sem að eru á sportbílunum og jeppunum. Eða bara venjulegum fjölskyldubílum.
Ég hef aldrei skilið þörf ökumanna fyrir ofsaakstur og einbeittan brotavilja gagnvart lögum og reglum í umferðinni. Finnst að ökumenn ættu nú að sýna þá skynsemi að leggja ekki eigin líf og annarra í hættu í hita augnabliksins, því eins og reynslan sýnir getur það reynst mjög afdrifaríkt.
Annars finnst mér ansi athyglivert að sjá á forsíðu mbl.is eru tvær fréttir af ofsaakstri. Annars vegar er það þessi þar sem að ökumaður bifhjóls slasast alvarlega eftir ofsaakstur og svo önnur þar sem að franskur ferðamaður var að missa af flugi og ók því á 176 km hraða. Viðbrögðin við þessum fréttum eru ekki í neinu samræmi þar sem að menn (réttilega) hneykslast á háttarlagi bifhjólamansins en gera bara létt grín að frakkanum.
Neddi (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 10:03
@Neddi
Já satt er það, það eru ekki eingöngu bifhjólamenn sem haga sér svona í umferðinni. Margir ökumenn haga sér hreinlega eins og þeir hafi fengið útgefið veiðileyfi en ekki ökuleyfi og skeyta lítið um aðra í umferðinni. Aðal málið virðist vera að komast sem fljótast milli staða og þá er ekkert verið að hugsa um umferðarreglur eða öryggi annarra á vegum úti. Var að koma að austan í gær og sem ég keyri framhjá Skíðaskálanum þar sem er tvöföld heil lína, kemur jeppi á fleygiferð fram úr okkur og fleirum sem voru sömu leið. Umferðarhraðinn var samt milli 90 og 100 km.
Er ekki búin að lesa þetta um franska ferðamanninn og hef því ekkert komment á það :)
Sigrún (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 10:50
Svo má ekki gleyma því að það er nú sjaldnast hægt að ná skráningarnúmeri þessara mann sem stunda svona akstur á mótorhjólunum sínum. Því þeir eru nú búnir að sjá til þess að það er ekki hægt, einfaldlega með því að setja númerið á hjarir svo að þegar þeir eru á þessum hraða leggst númerið lárétt út.
101, 11.6.2007 kl. 12:12
Mjog sammla Nedda og bikerboy!
Iris (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 13:21
Mér finnst þessi bloggfærsla hálfgert gefa það í skyn að aðgerðir lögreglunnar hafi á einhvern hátt leitt til þessa slyss. Ef svo er þá er það grátbrosleg tilraun til að snúa öllu á haus. Þessir tveir ungu bifhjólakappar höguðu sér þannig í umferðinni að það setti þá sjálfa og aðra vegfarendur í bráða lífshættu. Það var á þeirra eigin ábyrgð. Þeir slösuðu sem betur fer engann af þeim sem urðu á vegi þeirra. Það var hins vegar ekki þeim að þakka heldur heppni. Heppni varð líka til þess að þeir héldu lífi. Ábyrgðin á slysinu og meiðslunum bera þeir sjálfir og afleiðingarnar þurfa þeir sjálfir að takast á við. Þótt það sé harkalegt, þá er það réttast, þ.e. að sá sem hegðar sér heimskulega taki afleiðingunum af því.
Menn gagnrýna oft hve tryggingar bifhjóla eru dýrar. Þetta tilvik, og önnur slík, skýra þetta líklega. Þarna þurfa tryggingafélög að punga út stórfé til að kosta afleiðingar þessa bjánagangs og á endanum verða það aðrir bifhjólamenn að greiða í gegnum tryggingaiðgjöldin sín.
Hreiðar Eiríksson, 11.6.2007 kl. 14:32
Sammála síðasta ræðumanni.
Georg P Sveinbjörnsson, 11.6.2007 kl. 18:52
Afskaplega viðkvæmt mál, menn algerlega ósammála en virðast samt ekki lesa það sem er skrifað.
Verið er að benda á notkun þyrlu til eftirfara í stað bíla og notkun tæknibúnaðar til að auka öryggi allra sem að svona málum koma.
Varðandi túlkanir á þeim orðum sem þarna eru skrifuð, þá gerir hver það á sinn hátt, og má.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.6.2007 kl. 21:02
Ekki svo galið með þyrluna ef að Reykjavík væri stórborg og þyrlur á sveimi í eftirliti alment, en að ræsa út þyrlu er allt annað mál og tekur líklega nokkrar mínútur, held að þetta sé ekki lausnin, er samála að glæfraakstur er alvarlegt mál hvort sem um bíl eða hjól er að ræða, mörg tilfelli sem bílar eru líka að stinga löggu af, ég held í raun að besta leiðin sé leiðin sem okkar ágætu löggæslumenn eru að gera, að reyna að stöva ofsaakstur sem fyrst, en auðvitað á að skoða svona mál í kjölinn og meðal annars að reyna að læra af reynslu annara þjóða, er ósamála þeim er heldur því fram að það sé lögguni að kenna ef verður slys vegna ofsaakstur sem lögreglan er að reyna að stöðva, að reyna að halda því fram er bara heimska, er sjálfur fyrverandi snigill og tel
afar ólíklegt að men séu með hjarir á númrplötunum, en samt líklega ekki auðvelt að ná númeri
á farartæki á þessum hraða
Siggi a (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.