Takk fyrir Jóhanna

Takk Jóhanna fyrir að hjálpa okkur á landsbyggðinni til að bregðast við þessum mikla samdrætti í veiðum.
Án ykkar spekingana í samfylkingunni hefðum við kannski getað komist yfir þetta og bjargað okkur sjálf, en ég sé að þú og þinn flokkur mun fylgja Framsóknarmönnum fast á hæla, en þeir hjálpuðu okkur með því að hækka raforkukostnaðinn, með "frjálsu"samkeppni Ríkisfyrirtækjanna og margföldun á flutningskostnaði.
Nú þarf bara að koma böndum á þá Bónus menn sem hafa fært landsbyggðinni meiri kjarabætur en ríkisstjórnir síðustu áratuga.
En takk fyrir að taka frá okkur vonina og gefa okkur þann kost einan að kafna í Álverum, eða afsala fullveldinu til Evrópusambandsins, í þeirri von að komast undan hjálp Íslenskra stjórnmálamanna.
10.7.2007 
Sex sinnum fleiri 90% lán á landsbyggðinni
Meira en sex sinnum fleiri fengu 90% lán hjá Íbúðalánasjóði á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu á fjögurra mánaða tímabili þegar hámarkslánshlutfallið var 90%. Einungis voru 48 90% lán veitt á höfuðborgarsvæðinu sem eru 2% af öllum lánum.

 

Meira en sex sinnum fleiri fengu 90% lán hjá Íbúðalánasjóði á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu á fjögurra mánaða tímabili þegar hámarkslánshlutfallið var 90%. Þetta hlutfall var hækkað úr 80% í 90% 1. mars í vor, en lækkað aftur 4. júlí. Þessa fjóra mánuði veitti Íbúðalánasjóður alls 2.154 lán og náðu 359, eða 17%, hámarkslánshlutfallinu. Einungis voru 48 90% lán veitt á höfuðborgarsvæðinu sem eru 2% af öllum lánum. Á sama tíma voru veitt 311 90% lán á landsbyggðinni eða 14% af öllum lánum. Af þessu má sjá að meira en sex sinnum fleiri 90% lán voru veitt á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu þann tíma sem hámarkslánshlutfallið var 90%. Nú er að hámarki lánað fyrir 80% af kaupverði eignar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband