Að kasta íbúum fyrir úlfa

 

Sveitarfélög, íþróttafélög og fleiri, hafa einfaldað innheimtu sýna með því að fela innheimtufélögum sem rekin eru í gróðaskyni, að sjá um innheimtuna.

Þetta er gert í því skyni að einfalda reksturinn og lækka kostnað.

Það er skiljanlegt að minni fyrirtæki í einkarekstri taki svona ákvarðanir, en að sífellt fleiri sveitarfélög skuli ráðast á eigin íbúa, er mér undrunarefni.

Verið er að veita óprúttnum rukkurum veiðileyfi á íbúana og fékk ég að sjá smá sýnishorn af áföllnum kostnaði hjá vinkonu minni.

Greinilegt er að lögð er áhersla á að senda sem flest innheimtubréf og aðvaranir, til að réttlæta endalausan viðbótarkostnað vegna innheimtunnar, og hefur þessum fyrirtækjum oft tekist að margfalda upphaflegu skuldina með þessum hætti.

Nú bregður svo við að setja á lög um innheimtu og svo reglugerð um þak á kostnað.

Þá kveina rukkararnir hástöfum og segja að það eigi að verðlauna skuldarana sem þeir lifa á að blóðmjólka eins og sníkjudýr.

Það á hver maður að greiða sýna skuld, enda vill flest fólk gera það ef nokkur kostur er, en þegar sníkjudýrin leggjast líka á skuldara, er oftast  verið að keyra fólk enn neðar fjárhagslega, í stað þess að hjálpa fólki til að greiða úr flækjunni og finna leið til lausnar á vandanum.

Sæmir það sveitarfélögum að fóðra þá sem keyra fólk til jarðar með samningum, sér eitthvað sveitarfélag sér hag í því að fjölga hjá félagsmálastofnun, er það kannski auðveldari rekstur.


mbl.is Skuldari beri raunkostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Alveg er ég sammála þessu.... það verða að vera reglur.  Menn / fyrirtæki eru sífellt að verða gráðugri og vilja alltaf meira.  Það er ekkert réttlæti í því að níðst sé á þeim sem ekki geta greitt á réttum tíma.  Og hananú ! 

En mikið rosalega eru þetta flottar myndir af glitskýjum í myndaalbúminu.

Vá !    (blístur)

Anna Einarsdóttir, 20.12.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðileg jól og þakka þér fyrir alla skemmtunina í bloggheimum á liðnu ári. Bestu kveðjur SS.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 10:13

3 identicon

Gróði og aftur gróði á kostnað þeirra sem minna mega sín. Óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsælls nýs árs kv frá Svíaríki...

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 00:00

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

 

Ég vil óska þér og þínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Jafnframt þakka ég skemmtileg bloggviðkynni á árinu sem er að líða ...

kv, GHs

Gísli Hjálmar , 24.12.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband