Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Þjóðkirkjan er ríkiskirkja
Hef bloggað áður um málefni Þjóðkirkjunnar og tilviks hennar, fann nokkrar bloggfærslur annarra sem ég er sammála, varðandi sama málefni.
Birti þetta hér, mér til ánægju.
Fengið að láni frá vef: vantru.is
03.12.2007
11 ástæður þess að Þjóðkirkjan er ríkiskirkjaÍ ljósi þess að Karl Sigurbjörnsson biskup sagði á dögunum að Þjóðkirkjan sé ekki ríkiskirkja heldur sjálfstæð stofnun sem er undanskilin afskiptum ríkisins, er við hæfi að nefna 11 ástæður sem benda til þess gagnstæða.
1. StjórnarskráinÞjóðkirkjan er sérstaklega vernduð í stjórnarskránni:62. gr. Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. En auk þess stendur fyrir neðan: Breyta má þessu með lögum. Það ætti að vera augljóst hverjum sæmilega gefnum einstaklingi að þegar eins trúfélags er sérstaklega getið í stjórnarskrá og er gert hærra undir höfði en öðrum trúfélögum þá á sér stað misrétti. Svipað væri ef þess væri getið í stjórnarskrá að ríkið skyldi sérstaklega styrkja og vernda eitthvað ákveðið íþróttafélag eins og til dæmis Fylki. Þess sé svo getið sérstaklega í næstu grein að öllum sé heimilt að halda með öðru íþróttafélagi kjósi fólk það.Í 62. grein á óréttlætið sér bústað. Umrædd grein er beinlínis sett til þess að styðja eitt trúfélag umfram önnur. Það er huggun harmi gegn að höfundar stjórnarskrárinnar hafa komið auga á þennan órétt og getið þess sérstaklega að ekki þurfi hefðbundna stjórnarskrárbreytingu til að fella 62. grein út.
2. KirkjumálaráðuneytiðTil er reglugerð er varðar stjórnarfar Stjórnaráðs Íslands. Þar eru sundurliðaðir þættir er varða öll ráðuneytin. Þessi reglugerð er frá 2004 og segir þar um stjórnarfar Dóms- og kirkjumálaráðuneytis í þriðju grein að embættið sjái meðal annars um:22. Kirkjumál og safnaða, þar á meðal embætti biskups og skipan prestakalla.Ef ríkiskirkjan er sjálfstæð stofnun, sætir það þá ekki furðu að Dóms- og kirkjumálaráðherra hafi afskipti af þessu sjálfstæða trúfélagi? Sætir það ekki einfaldlega furðu að til sé Kirkjumálaráðuneyti? Aukinheldur:5. gr. Kirkjuráð hinnar íslensku þjóðkirkju hefur á hendi umsjá og stjórn kirkjumálasjóðs og ber ábyrgð fyrir kirkjuþingi á stjórn hans. Kirkjuráð semur árlega fjárhagsáætlun fyrir sjóðinn er kynnt skal dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir lok maímánaðar ár hvert. Áætlun skal einnig kynnt kirkjuþingi.Þetta er frá reglugerð er varðar kirkjumálasjóð sem tók gildi 1. janúar 1993. Hvað er ríkið að skipta sér af hvað eitt trúfélag er að aðhafast með sinn fjárhag fyrst þetta er á annað borð "sjálfstæð" stofnun?
3. Auglýsir störf á StarfatorgiStarfatorg er notað af hinu opinbera til að auglýsa laus störf innan ýmissa ríkisstofnana, þar er til dæmis auglýst eftir kerfisfræðingum, skúringafólki, lögfræðingum og ýmsum sérfræðingum fyrir menntamálaráðuneytið, neytendastofuna, fasteignamat ríkisins svo fátt eitt sé nefnt. Má vera að þetta sé óttalegur tittlingaskítur en það er pínu furðulegt að sjá hina sjálfstæðu stofnun, sem er væntanlega ríkiskirkjan, vera að auglýsa eftir starfsfólki á þessu vefsvæði. Hægt er að benda ríkiskirkjunni á sjálfstæð vefsvæði og fyrirtæki sem sjá um þessi mál, eins og Job.is, vinna.is og jafnvel Ráðningaþjónustuna.
4. Setning Alþingis hefst í DómkirkjuEfalaust er þetta eingöngu útaf hefðinni, en eru ekki sumir þingmenn og ráðherrar annarrar trúar? Á þá bara að skilja þau útundan einsog suma leikskólakrakka eða eiga þau bara fylgja hjörðinni einsog þæg lömb? Það má ekki gleyma því að þetta er kristin trúarathöfn. Þessi fásinna er móðgun við trúleysingja og þá sem tilheyra annarri trú en hinni opinberu ríkistrú.
5. Greiður aðgangur í opinbera skólaAfsökunin að "meirihluti þjóðarinnar" er skráður í ríkiskirkjuna gefi henni "opinbert" leyfi til að ástunda skýlaust trúboð í opinberum skólum er afar hæpin. Í mörgum opinberum leik- og grunnskólum eru svokallaðar kirkjuferðir, oftar en ekki er skyldumæting.Starfsmaður á vegum ríkiskirkjunnar sér að mestu um kennsluefnið fyrir "trúarbragða"kennslu, en Námsgagnastofnun (sem er opinbert fyrirtæki) gefur efnið út.Ríkiskirkjan fær einnig að starfa innan grunnskólanna og brjóta grunnskólalög og siðareglur kennara með því sem kallast Vinaleið. Það er augljóst að með greiðri leið kirkjunnar í skólanna er ríkisvaldið að brjóta jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Hvað segði ríkisvaldið við því ef að Vottar Jehóva eða bara einhver önnur trúfélög sæktu það stíft að komast inn í grunnskólana? Ríkiskirkjan á ágætis húsnæði, starfsfólk og aðstöðu til að ástunda trúboð í sínum eigin ranni en kýs að fara inn á gráa svæðið í skjóli þess að ríkisvaldið horfi framhjá þeim mannréttindabrotum, siðareglubrotum og kennsluskrárbrotum sem Vinaleið dregur í kjölfarið.
6. Ríkið sér um fjármagniðMeð fólskulegum aðferðum sló kirkjan eignarrétt á margar, margar jarðir á landinu þær aldir sem kirkjan réði lífum og limum Íslendinga. Árið 1907 og 1997 gerði ríkið samning við kirkjuna um að taka yfir þessar jarðir í skiptum fyrir að borga laun presta. Ein af kröfum ríkiskirkjunnar ef til aðskilnaðar kemur er að ríkið skili þessum jörðum til baka. En hver á kirkjujarðirnar?. Breytum rétt og tökum þann slag. Þessar jarðir voru meira og minna sölsaðar undir kirkjuna með hótunum um vist í helvíti eða loforð um hásæti í himnaríki. Getur kirkjan sýnt fram á að staðið hafi verið við þau loforð?
7. Guðfræðideild Háskóla ÍslandsRíkiskirkjan fær rúmlega fimm milljarða á ári, aukinheldur er ekki svo erfitt fyrir þetta trúfélag að fá fjármagn annarstaðar frá. Af hverju er ríkiskirkjan ekki með sinn eigin prestaskóla? Ef það vantar fjármagn til þess, þá getur þetta trúfélag alltaf vælt út aukasporslur frá ríkinu eða sóknarbörnum. Hvað er að þeirri akademísku stofnun sem útskrifar fólk í kristinni guðfræði?Augljóst er að frelsa þarf fræðasviðið undan oki guðfræðinnar. Almennilega trúarbragðafræðslu ætti að vera hægt að nema í opinberum Háskóla með metnað, einnig trúarlífsfélagsfræði og skyld fög. Kennsla í trúarréttlætingu viss hóps fólks er úr öllum takti við markmið Háskóla Íslands um að komast í hóp 100 bestu háskóla í heiminum. Skóli þar sem er að finna áfanga sem fjalla um það að ósýnileg vera í himninum hafi drepið son sinn á hryllilegasta hátt, öllu mannkyni til dýrðar, er einfaldlega að bregðast akademískum skyldum sínum.
8. Afskipti af AlþingiFrumvarp um giftingu samkynhneigðra var stöðvað með freklegum hætti af ríkiskirkjunni. Takið nú eftir lesendur góðir: Ef það má ekki skipta sér af innra starfi "Þjóðkirkjunnar" hvað er þá kirkjan að skipta sér af innra starfi ríkisins? Hvað vilja þau uppá dekk? Ríkiskirkjan lagðist einnig fast á árarnar til þess að koma í veg fyrir að samkynhneigðir gætu ættleitt börn! Þessi yfirgengilega frekja og dómharka til þeirra sem kjósa sér lífsförunaut af sama kyni er fáheyrð og til ævarandi skammar fyrir ríkiskirkjuna.Nýlegt kirkjuþing og prestafundur fyrr á árinu sýndi svo ekki um væri villst að þessir prestar vilja naga eikina undan Alþingi og vilja meina lagasetningu sem veitir trúfélögum heimild (heimild er ekki skylda) til að gifta samkynhneigð pör, en vilja engin utanaðkomandi afskipti frá Alþingi. Þetta þýðir að önnur trúfélög fá ekki að gifta samkynhneigð pör því elliærir, forhertir miðaldasinnar og fordómapúkar innan ríkiskirkjunnar standa í vegi fyrir því.
9. Hefur greiðan aðgang að opinberum fjölmiðlumBæn, Sunnudagsmessur, Lestur passíusálma, bara brot af því besta. Hér eru sjálfstæð starfandi trúfélög með sínar eigin útvarps- og sjónvarpstöðvar, en til hvers þarf hin sjálfstætt starfandi "Þjóðkirkja" að standa í svoleiðis brasi þegar hún getur í krafti sinnar sögulegu og menningarlegu yfirburðarstöðu gjammað í hinum opinberu hlutafélögum. Enda lítið um gagnrýni þar á bæ.Það hefur eflaust komið mörgum starfsmönnum kirkjunnar í opna skjöldu þegar Stöð2 var með fréttaskýringu um Vinaleið í þættinum Kompás þar sem ríkiskirkjan var gagnrýnd. En þar upplýsti Karl Sigurbjörnsson biskup m.a að Vinaleið ríkiskirkjunnar væri fyrir nemendur sem eru í trúfélaginu Þjóðkirkjan. Þar með viðurkenndi Karl að í Vinaleið felist gróf mismunum, brot á siðareglum kennara og brot á grunnskólalögum. Í skjóli ríkisins er þessi ógeðfellda Vinaleið enn við lýði í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu.
10. StjórnmálamálBiskup ríkiskirkjunnar lýsir muninum á ríkiskirkju og þjóðkirkju með eftirfarandi rökum:Heitið Þjóðkirkja er ekki samheiti við ríkiskirkja. Þar er átt við stofnun sem er rekin og stjórnað af ríkinu. Það á ekki við um íslensku Þjóðkirkjuna. Íslenska Þjóðkirkjan nýtur sjálfstæðis gagnvart ríkisvaldinu, eignhelgi og frelsis um sín innri mál, stjórnun hennar er í höndum kirkjunnar sjálfrar, kirkjan skipar málum sínum með starfsreglum og ríki og kirkja semja sín á milli um t.d. fjármál. #Starfsemi ríkiskirkjunnar er á ýmsa lund líkt leyniþjónustustofnunum, hún þarf ekkert að útskýra sína hegðun fyrir neinum nema sjálfri sér. Sömuleiðis er stór hluti starfsfólks "Þjóðkirkjunnar" einnig haldið einhverri annarlegi hvöt á borð við að afsaka og útskýra eftir hentisemi allar gjörðir kirkjunnar, viljandi mistúlka gagnrýni, eru afar hörundsárir og auðsæranlegir þegar rætt er um "Þjóðkirkjuna" og störf hennar. Aukinheldur þjást þau af alvarlegu tvítali, vilja samræður en taka ekki þátt, vilja að málin séu skoðuð frá öllum hliðum en koma ekki nema einu fyrir hjá sér, heimta virðingu en veita hana ekki, ásaka sakleysingja um ofstopa, öfga og bókstafstrú. Þetta er samúðarsjálfsfróun, vorkunnarhössl.Við þetta má bæta að þegar biskupinn heldur því fram að ríkiskirkjan sé ekki ríkiskirkja má geta þess að Karl Sigurbjörnsson fær öll þau fríðindi sem æðstu ráðamenn þjóðarinnar fá: Stórriddarakross fálkaorðunnar og diplómatavegabréf! Telst það eðlilegt að forstöðumaður eins trúfélags af rúmlega þrjátíu sé með diplómatavegabréf? Hefðarréttur og annað rugl telst ekkert með, þetta er bara eintóm frekja.
11. Staðfesting HæstaréttarRíkiskirkjan er opinber stofnun með opinbera starfsmenn sem sinna opinberum störfum og opinberum skyldum gagnvart öllum almenningi, samkvæmt nýlegum dómi hæstarétts og er fjárhagslega vernduð með opinberum lögum og hæstaréttardómi.
LokaorðÞað er augljóst á þessum 11 liðum að þjóðkirkjan er ríkiskirkja, hún er sérstaklega vernduð og veitt fjárframlög af ríkinu, þó er hún ekkert sérstaklega studd af allri þjóðinni. Þetta er stofnun sem minnir um helst á ógnarfyrirbæri í skáldsögunni 1984 eða ruddalegustu útgáfum kommúnismans í Asíu og Austur-Evrópu. Hvaða lýðræðiselskandi borgara dettur í hug að það sé réttlætanlegt að halda úti stofnun sem kveður á um og setur línur um það hvernig gott siðferði skuli ástundað? Stofnun sem boðar kærleika, umburðarlyndi, kurteisi og fórnfýsi en vill meiri pening, felur andúð sína á samkynhneigðum bakvið orðskrúð, umber ekki hverja sem er, sérstaklega ekki trúleysingja og finnst annt aðeins um vald sitt og fé og heimtar í sífellu meira! Hljómar ekki eins og góð uppskrift af siðapostula.Hvernig er réttlætanlegt að ríkisstofnun kveði á um skikkan skaparans og á ruddalegan hátt sviptir fólk virðingu og kerfisbundið setur suma borgara okkar á lægri stall en aðra? Hvernig má þetta vera? Hvernig er hægt að afsaka hugmyndakerfi sem gengur út á að mikil gæfa fylgi blóðugri og hryllilegri mannfórn? Hvernig má það hugsast að ríkisstofnun á borð við Þjóðkirkjuna stundi trúboð í menntaskólum, grunnskólum og leikskólum, en heimta, ásamt öðrum kristnum trúarhópum, að kristinfræðikennsla í skólum verði efld!?Það er löngu kominn tími til þess að við Íslendingar skerum á tengsl ríkis og trúar. Það hafa öll almennileg lönd gert t.d Bandaríkin og Frakkland svo dæmi séu tekin. Ástæðan er einföld: Það er ekki hlutverk ríkisins að segja þegnunum til í svo persónulegum málum eins og trúarlífi.
Flokkað undir: (Klassík , Stjórnmál og trú )
Stolið af síðu: http://hnodri.blog.is/blog/hnodri/
Þjóðkirkjan fær frá ríkinu 3,5 milljarða á ári -hvorki meira né minna. Eru þá ótaldar tæpar 750 milljónir sem fara til reksturs kirkjugarða.
Af þessum milljörðum eru 1,8 milljarður sóknargöld, sem tekin eru með hálfgerði leynd af tekjum landsmanna. Aðrir söfnuðir fá samanlagt 205 milljónir. Sóknargjöld eru greidd í samræmi við stærð safnaðar, og nemur að mig minnir um 6000 kr á ári á hvert sóknarbarn 16 ára og eldra.
Þegar hins vegar allar greiðslur ríkisins til þjóðkirkjunnar eru taldar saman fær hún uþb tvöfalt meira á hvert sóknarbarn en aðrir trúarsöfnuðir í landinu.
Ég er ekki viss um hvort inni í þessum 3,5 milljörðum eru síðan laun um, að mig minnir, 100 presta og tylftar af biskupstofustarfsmönnum sem eru "opinberir starfsmenn" og fá laun sín greidd frá ríkinu.
Enginn einasti af hinum söfnuðunum er með starfsmann á launum hjá hinu opinbera, að því ég kemst næst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Facebook
Athugasemdir
Fínt að fá svona heildstæða og góða samantekt. Það er löngu orðið tímabært að aðskilja ríki og kirkju og í raun óskiljanlegt að þetta fyrirkomulag hafi haldist svona lengi. En gleðilegt ár og takk fyrir skemmtunina hér á blogginu á árinu sem er að líða. Megi 2008 reynast þér farsælt.
Steingerður Steinarsdóttir, 2.1.2008 kl. 12:42
Gætum ekki verið meira sammála, að aðskilja þessa hluti er eitt mikilvægasta skref sem þjóðin getur tekið.
Það er mjög svo ósmekklegt að ríkið reki trúarsöfnuð, alger skömm
DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:10
Hvað þá andlegi skaðinn Doktor E, hann er enn skelfilegri.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.1.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.