Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Moggin, 24 stundir og traust
Hvaða fjölmiðlum getum við treyst til að segja okkur sannleikan.
Flest okkar mynda sér skoðanir á mönnum og málefnum, með lestri og hlustun á svokölluðum "sannleika" fjölmiðlanna, eða áhorfi á sjónmiðlanna.
Trúverðugleiki allra þessara miðla er orðin ansi lítill og má þar nefna fréttastofu Ríkissjónvarpsins sem dæmi um áberandi misnotkun á trúnaði og trausti almennings.
Þar á bæ virðist það talið sjálfsagt að kokgleypa allt sem stjórnvöld og opinberar stofnanir láta frá sér, og það sem bankarnir og greiningardeildir þeirra segja, sérstaklega er áberandi opin aðgangur bankana með fullyrðingar um rísandi gengi hlutabréfa og góða framtíðarávöxtun, þrátt fyrir að tölfræði fortíðarinnar sýni þessa sömu aðila sem ábyrgðarlausa gasprara.
Þeir eru að notfæra sér það traust sem enn er til staðar á einstaka fjölmiðli, til að fá fólk í vafasamar fjárfestingar sem gagnast bönkunum frekar en trúgjörnu fólkinu.
Það er sorglegt að sjá hvernig skipulega virðist verið að rýja allt traust í samfélaginu og trúverðugleika.
Fjölmiðlarnir eru orðnir að bloggsíðum eiganda og stjórnenda sinna, blaðamennirnir eru orðnir að auglýsingarsölumönnum, ef þeir hafa ekki þegar selt sig og trúverðugleika sinn til stórfyrirtækja sem almannatengslastjórar, og verið er að kenna fólki að nota tengslanet sitt ( Vinir-Ættingjar og kunningjar) til að selja vörur og þjónustu, til að fullnýta nánasta traustið.
Ísland er fjölskyldu og ættarsamfélag sem haldið hefur sjó í gegn um aldirnar, og verið friðsamt vegna þessara miklu og nánu tengsla sem einkenna þetta samfélag.
Í dag er verið að kveikja elda um allt samfélagið, og skapa grundvöll fyrir upplausn sem engin kemur til með að geta sagt til um hvert muni leiða okkur.
Skrítið hvað sumt fólk, sem alist hefur hér upp við öryggi og fengið tækifæri til menntunar og þroska, leggur mikið kapp á að tortíma samfélaginu og setja skorður við því að næsta kynslóð fá sömu tækifæri og þau nutu.
Ég er farin að óttast Nýríkt fólk og Atvinnustjórnálamenn með eldfæri.
http://businessreport.blog.is/blog/businessreport/entry/414876/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ert þú hann?
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.1.2008 kl. 22:51
Lít á þetta sem gullhamar Guðrún Jóna, en því miður.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.1.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.