Fáranleg vinnubrögð

Hægri höndin kærir þá vinstri.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég held að þú ættir að þakka fyrir það, því svona vinnubrögð eru kjarninn í því sem varðveitir frelsi einstaklingsins gagnvart stjórnvöldum.

Elías Halldór Ágústsson, 18.1.2008 kl. 08:01

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Á ég að þakka yfirstjórn embættanna og löggjafanum fyrir að eiða mínum skattpeningum í málarekstur milli embætta, í stað þess að samhæfa reksturinn og löggjöfina.

Hélt að það vantaði fleira fólk til virkra starfa, en ekki til að eiða mörgum vinnustundum í hanaat á milli stofnana og sóa svo tíma dómstólana í að greiða úr stjórnunarvanda ríkisins.

Sé ekki hvað þetta hefur með frelsi einstaklingsins að gera, séu menn sekir um lögbrot er það skilda að upplýsa þau og vísa rétta leið í réttarkerfinu eins og lög segja til um.

Einstaka ríkisstofnanir eiga að krefja sýna yfirmenn um skýringar sé réttaróvissa til staðar en ekki rjúka í málaferli innan húss.

Þetta er ekkert nema óstjórn og óásættanleg vinnubrögð, og ítrekað hefur þetta komið upp á milli hina ýmsu stofnana ríkis og bæja.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.1.2008 kl. 08:17

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Já, ættu ekki bara allar ríkisstofnanir að vinna saman, helst undir stjórn lögreglunnar og með Dómsmálaráðherra með öll tögl og hagldir í hendi sér?

Mér þykja kenningar þínar áhugaverðar og vildi gjarnan gerast áskrifandi að fréttabréfi þínu. 

Elías Halldór Ágústsson, 18.1.2008 kl. 19:56

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er löggjafinn sem þarf að gera breytingar ef lög eru ekki skýr, eða Ráðherrann ef reglugerðin er ekki í lagi.

Það er nefnilega þingræði á Íslandi og ef vankantar eru á laga og regluverkinu ber að leiðrétta hlutina með viðeigandi umræðum á þingi ef þörf.

Það á ekki að eiða tíma dómstóla í það að vinna upp hlutina, né er það hlutverk þeirra.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.1.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband